fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

450.000 króna sekt fyrir að vera með 100 egg friðaðra fugla

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. maí 2019 07:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður, búsettur á Húsavík, hefur verið dæmdur til að greiða 450.000 krónur í sekt fyrir að hafa verið með 100 blásin fuglsegg í fórum sínum. Þau fundust þegar maðurinn var tekinn í Norrænu fyrir tveimur árum. Maðurinn hafði tínt eggin hér á landi en þetta voru egg fágætra og friðaðra fugla. Hann ætlaði að flytja þau til meginlands Evrópu þar sem líklegt má teljast að hann hafi ætlað að selja þau til safnara.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Þorkeli Lindberg Þórarinssyni, forstöðumanni Náttúrustofu Norðausturlands, að ljóst sé að þetta sé glæpur gegn náttúrunni.

„Allir þessir fuglar eru friðaðir og því er þetta klárt lögbrot.“

Sagði hann.

Maðurinn var meðal annars með egg smyrils, flórgoða, jaðrakana, teistu, lóms, himbrima og skúms í fórum sínum.

„Það er verið að selja svona egg til safnara í Evrópu. Sú vitneskja liggur fyrir og það er einhver að borga dýrum dómum fyrir þessi egg úti í heimi. Það er því markaður fyrir þetta og þar sem til dæmis himbriminn verpir aðeins hér á landi, þá get ég ímyndað mér að menn borgi vel fyrir egg sem þessi.“

Sagði Þorkell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi