„Ég er heppin því ég er af þeirri kynslóð sem gat keypt hús handa sjálfri mér, því ég seldi geisladiska á tíunda áratugnum.“ Þetta segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir í ítarlegu viðtali við The New York Times.
Þar ræðir hún tónleika hennar í New York, Conucopia, ásamt öðru. Athygli vekur þó að Björk, sem löngum verið talin merkasti listamaður Íslands, segist ekki hafa þénað krónu síðustu tuttugu ár. „Ég á nokkur hús og bústað upp í fjöllum. Ég hef það allt í lagi. En ég hef sennilega ekki þénað krónu síðustu, ég veit ekki, tuttugu ár. Það fer allt aftur í vinnuna mína og mér líkar það,“ segir Björk.
Hún segir sömuleiðis að henni hafi einungis einu sinni á ævinni liðið líkt og stórstjörnu. Það var þegar hún bjó í London á tíunda áratugnum. „Mér var boðið í öll heitustu partýin. Ég gerði það bara og hafði gaman af. Síðan vaknaði ég einn morgun og hugsaði: „Jæja, núna er ég hætt þessu. Tónlistin í þessum partýum er hræðileg og samtölin eru hræðileg. Ég er búin með þetta.““
Síðar í viðtalinu segist Björk hafa fest rætur á Íslandi undanfarið ár. Hún segist hamingjusöm og ástfangin. Blaðamaður New York Times spurði Björk svo í tölvupósti hvort ætti við rómantíska ást eða ást á verkefninu. „Mögulega allt ofan talið,“ svaraði Björk sposk.
Viðtalið ítarlega við Björk má lesa hér.