fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Úr myrkrinu í ljósið – „Darkness Into Light“ ganga Pieta Samtakanna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. maí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórða ganga Píeta samtakanna „Úr Myrkrinu í Ljósið“ eða „Darkness Into Light“ fer fram næsta laugardag, 11. maí, en þar verður gengin 5 kílómetra leið úr næturmyrkri inn í dagrenningu, úr myrkri í ljós.

Gangan er í minningu þeirra sem látist hafa í sjálfsvígi og til að efla von þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vanlíðunar, sjálfsvígshugsana og sjálfsskaða. Gengið er til styrktar Píeta samtökunum sem bjóða nú ókeypis úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum, við sjálfsskaða og veita aðstoð fyrir aðstandendur og þá sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi.

Píeta samtökin voru stofnuð á Íslandi árið 2016 en halda upp á árs starfsafmæli nú í ár. Þörfin á Píeta samtökunum hefur sannað sig á þessu ári en sem dæmi má nefna að 19 meðferðarviðtöl voru veitt í apríl í fyrra en 158 í apríl á þessu ári.

Gangan fer fram á fjórum stöðum á landinu: Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og Seyðisfirði, sem og í fjölmörgum öðrum löndum og er reiknað með að yfir 400 þúsund manns gangi úr myrkri inn í birtu á sama tíma.

Gangan er aðfararnótt 11.maí og hér í Reykjavík hefst gangan kl. 3 um nótt við húsnæði KFUM og KFUK við Holtaveg í Laugardal. Gangan er stór þáttur í vitundarvakningu Íslendinga, falleg stund þar sem minningar og samhugur sameinast. Jói P og Króli og Þráinn úr Skálmöld skemmta göngufólki.

Hægt er að skrá sig í gönguna og fá nánari upplýsingar á vefsíðu Darkness Into Light og á viðburðinum á Facebook.

Myndirnar tók Hafliði Breiðfjörð í göngunni í Reykjavík í fyrra, fleiri myndir má sjá hér.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar hér: https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi