fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

„Blekið er ekki þornað á samningnum þegar hann reynir svo að svíkja starfsfólk sitt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 8. maí 2019 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling vandar hótelstjóranum Árna Val Sólonssyni ekki kveðjurnar vegna hópuppsagna á hótelunum Capital-Inn, City Park Hotel og City Center Hotel, og segir athæfi hans „fullkomlega siðlaust.“

Rétt eftir að nýir kjarasamningar voru samþykktir, í lok apríl, sendi Árni Valur starfsmönnum sínum erindi þar sem þess var krafist að þeir segðu upp starfskjörum sínum. Þeim bauðst svo að vera endurráðin á nýjum launakjörum. Þetta var gert „með það að markmiði að lækka launakostnað“.

Ef starfsmenn færu ekki að þessum fyrirmælum jafngilti það, að mati Árna, uppsögn á starfinu. Nokkrum starfsmönnum var í kjölfarið sagt upp á grundvelli þessa.

„Þetta er að okkar mati fullkomlega siðlaust athæfi,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í tilkynningu til fjölmiðla vegna málsins. „Við erum nýbúin að undirrita kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins, sem fyrirtæki Árna eru aðilar að. Þeir samningar byggja á því að hækka laun og bæta kjör fólks. Blekið er ekki þornað á samningnum þegar hann reynir svo að svíkja starfsfólk sitt um þær kjarabætur. Þar að auki er ákvæðum laga um hópuppsagnir ekki fylgt.“

Samkvæmt tilkynningu Eflingar um málið er þetta ekki í fyrsta sinn sem Árni Valur gengur nærri réttindum starfsmanna sinna. Hafi hann hafið framkvæmdir við viðbyggingu á einu hóteli, án tilskilinna leyfa sem lauk með því að Vinnueftirlitið lokaði vinnustaðnum þar sem veruleg hætta væri til staðar fyrir líf og heilbrigði starfsmanna.  Einnig reyndi Árni að koma í veg fyrir að starfsmenn hans tæku þátt í verkfallsaðgerðum.

„Þegar kom að verkfalli þann 22. mars urðu verkfallsverðir Eflingar vitni að afleiðingum þessarar framkomu hótelstjórans. „Hann tók þar á móti okkur og starfsfólk var þar vinnandi,“ segir Ragnar Ólason, sviðsstjóri kjaramála. „Hann sagði að það kæmi okkur ekki við, þau væru ekki í Eflingu.“ Umrætt starfsfólk vann störf sem heyra undir kjarasamning Eflingar við SA og var því um verkfallsbrot að ræða.“

Úrslitakostir í uppsagnarbréfum Árna voru ekki það eina ámælisverða við bréfin.  Þar var einnig talað um nýtt yfirgreiðslufyrirkomulag sem tæki mið af stéttarfélagsaðild og starfshlutföll skráð sem 80-100 prósent sem stenst ekki kjarasamninga.

Efling hefur gefið fyrirsvarsmönnum hótelanna eina viku til að bregðast við athugasemdum þeirra og draga ólögmætar uppsagnir sínar til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“