fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fréttir

Barnabók veldur reiði og hneykslan meðal foreldra – „Guð minn góður. Þetta eru sjúk skilaboð til ungra barna“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. maí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnabókin Ekki opna þessa bók aftur eftir Andy Lee hefur valdið reiði og hneykslun meðal foreldra og í dag hafa fjölmargar færslur birst á Facebook, bæði í lokuðum hópum og á síðum einstaklinga, þar sem varað er við innihaldi bókarinnar og þeim skilaboðum sem hún gefur (ungum) börnum.

„Mig langar að vara við þessari bók eftir að önnur varaði mig við. Þessi bók er þannig að því lengra sem þú flettir, því fáklæddari verður karakterinn í henni og karakterinn er að biðja um að fletta ekki lengra og á endanum er hann hvað grátbiðja um að láta ekki klæða sig alveg úr,“ segir í færslunni sem gengur á milli.

Með færslunni fylgja myndir úr upprunalegu/ensku útgáfu bókarinnar,

 

Bókaútgáfan Óðinsauga gaf bókina út árið 2018. Huginn Þór Grétarsson er eigandi útgáfunnar og þýðir bókina sjálfur. „Hver gefur þetta út? Pant sniðganga þann útgefanda,“ skrifar ein móðir í hópnum Auðveldar mömmur, sem er ein af þeim hópum á Facebook þar sem færslan hefur birst.

„Hvernig komst þetta í útgáfu og hvað þá þýðingu. Hver er tilgangur hjá rithöfundi?,“ spyr önnur. Nokkrar í hópnum vekja athygli á að Huginn Þór er einn af þeim feðrum sem kenna sig við Daddy Too hreyfinguna.

„Guð minn góður. Þetta eru sjúk skilaboð til ungra barna. Mun sniðganga þýðanda og útgefanda það sem eftir er.“

„Díses hvað er að folki að búa til svona rusl fyrir krakkana ætti að senda a þennan huginn þór og spyrja á hvaða fíkniefnum hann hafi verið á þegar hann skrifaði hana.“

Bókin er önnur bókin sem gefin er út hér á landi eftir höfundinn, en sú fyrri, Ekki opna þessa bók, kom út árið 2017 og gaf Óðinsauga hana líka út. Virðast foreldrar heldur ekki á eitt sáttir um skilaboð fyrri bókarinnar, þó að fyrri bókin sé ekki til umræðu í færslunni sem gengur manna á milli.

„Veistu ég var að skoða fyrri bókina og mér finnst hún engu skárri. Þó að það sé ekki verið að afklæða gaurinn þá er hann ítrekað að biðja um að hætta og í endann breytist hann í frosk af því að það var ekki stoppað. Ég allavega vill kenna börnunum mínum að nei þýðir nei og stopp þýðir stopp í öllum aðstæðum,“ segir ein móðir, á meðan önnur telur fyrri bókina í lagi: „Stelpan mín elskar fyrstu bókina og okkur finnst hún mjög skemmtileg. Sé alls ekkert að henni, en þessi er á allt öðru leveli.“

Tekur ein fram að barnaefni sem talið hefur verið í lagi á einum tímapunkti, er það ekki seinna og tekur þar dæmi um bókina um 10 litla negrastráka, sem flestir sem komnir eru á miðjan aldur ættu að muna eftir að hafa lesið sem börn. „Munum það að 10 litlir negrastrákar var hið mesta skemmtiefni í áratugi.“

„Börn fá fullt af skilaboðum bein eða óbein úr því sem við lesum fyrir þau. Þau sjá karaktera úr bókum ekki sem óraunverulegan hlut og þau trúa á allskonar. Tannalf, Karíus og Baktus, jólasvein og fleira og þau sjá karakterinn í þessari bók ekkert sem eitthvað augljóslega feik.“

Útskýrum mikilvægi samþykkis fyrir börnunum

Gagnrýnin á bókina felst í því að lesandanum, barninu, sé kennt að samþykki skipti ekki máli. Lesandanum/barninu sé kennt að hann megi láta annan aðila enda nakinn, þó að sá aðili grátbiðji um að fá að vera áfram í fötunum.

Lesandanum er sem sagt kennt að hlusta ekki á NEI / GERÐU ÞAÐ / HÆTTU.

Það sem við kennum börnunum okkar með því að lesa þessa bók með þeim þrátt fyrir óskir karaktersins er
1) ekki hlusta á neitun
2) þú þarft ekki samþykki
3) ef þú sérð einhvern eða eitthvað sem dauðan eða minna verðan en þig þá máttu gera það sem þú vilt.

Á meðan flestir foreldrar eru á því að sniðganga bókina þá eru nokkrir sem benda á að kjörið sé að lesa bókina með barninu, ræða málin og útskýra hvað er rangt við skilaboð bókarinnar. Aðrir benda þó á að ekki séu allir foreldrar með gagnrýna hugsun, bókin sé auglýst sem skemmtilestur og aðgengileg öllum börnum bæði á leikskólum og skólabókasöfnum.

„Skelfileg skilaboð til barna – á þessum tímum þar sem við erum svo mörg að reyna að kenna börnunum okkar snemma andstæðu þessara skilaboða. Sjálf ætla ég að „lesa“ bókina aftur fyrir mín börn en núna stoppa á fyrstu síðu, loka bókinni og útskýra mikilvægi samþykkis út frá innihaldi bókarinnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“
Fréttir
Í gær

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu
Fréttir
Í gær

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina