fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Kristinn Hrafnsson í viðtali við Spiegel – Er undir eftirliti bandarískra yfirvalda og gæti lent í öryggisfangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. maí 2019 14:00

Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef djöfullinn sjálfur afhenti mér í eigin persónu skjöl sem sýndu fram á spillingu í himnaríki, þá myndi ég birta þau. Það er skylda blaðamannsins,“ segir Kristinn Hrafnsson í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel. Kristinn tók við af Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem aðallritstjóri WikiLeaks, í september á síðasta ári. Í löngu viðtali við Kristinn sem birtist í Spiegel í dag er farið nokkuð vítt yfir sviðið. Eðlilega er mikið rætt um Julian Assange en einnig um stöðu Kristins, sem segist lengi hafa verið undir smásjánni hjá bandarísku leyniþjónustunni og fleiri bandarískum stofnunum, rétt eins og aðrir starfsmenn WikiLeaks.

Julian Assange var fyrir skömmu dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi fyrir brot á skilmálum tryggingar sem hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn áður. Er Assange átti að mæta fyrir dómara í júní árið 2012 flýði hann inn í sendiráð Ekvador í London og var veitt pólitískt hæli af ríkisstjórn landsins. Assange hafði haldið til sendiráðinu í næstum því sjö ár er Ekvador svipti hann hælinu og breskir lögreglumenn ruddust inn í sendiráðið og handtóku hann þann 11. apríl síðastliðinn. Er nú réttað yfir Assange í Englandi vegna framsalsbeiðnar Bandaríkjastjórnar. Vilja bandarísk yfirvöld hafa hendur í hári Assange vegna leynilegra uppýsinga sem samtökin fengu frá Chelsea Manning (sem þá hét Bradley Manning) árið 2010 og birtu.

Julian Assange, stofnandi Wikileaks

Assange er nú haldið í öryggisfangelsi og spyr Spiegel Kristinn hvort hann óttist að hljóta sömu örlög. Kristinn segir: „Þar sem „WikiLeaks hefur verið undir hörðum árásum í tíu ár er ég meðvitað um þá hættu sem þessu starfi fylgir. Það er ljóst að ég er í skotlínu Bandaríkjastjórnar, bandaríska hersins og leyniþjónustunnar. Frá árinu 2014 hefur okkur verið ljóst að ekki bara Assange heldur líka aðrir úr WikiLeaks-hópnum eru rannsakaðir.“

Kristinn er spurður út í ástand Assange eftir veruna í sendiráðinu og meintan sóðaskap hans þar. Kristinn segir að hann telji Assange hafa sýnt ótrúlegan styrk og gefur í skyn að frásagnir um laklegt framferði hans séu áróður. Bendir Kristinn á að enginn geti litið vel út í öryggsimyndavélum allan sólarhringinn.

Viðtalið (á þýsku) má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Í gær

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“
Fréttir
Í gær

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings
Fréttir
Í gær

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“