fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Varpa sterkum grun á elskhuga eiginkonu Geirfinns – Virðist hafa flúið land til að forðast spurningar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 20:46

Geirfinnur Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin Skandall sem sýnd er í fjórum hlutum í Sjónvarpi Símans virðist gera því skóna að elskhugi eiginkonu Geirfinns, Vilhjálmur að nafni, hafi haft eitthvað með hvarf hans að gera. Þetta er ekki fullyrt í myndinni en málin eru dregin upp með þeim hætti að ætla má að þetta sé skoðun þeirra sem standa að myndinni. Um það hvort sú skoðun er rétt skal ekkert ekkert fullyrt hér.

Öll myndin er aðgengileg áskrifendum stöðvarinnar í Sjónvarpi Símans Premium en gera má ráð fyrir því að fáir hafi séð myndina í heild. Hlutarnir fjórir eru sýndir í opinni, línulegri dagskrá á sunnudagskvöldum og er búið að sýna tvo hluta. Sláandi upplýsingar koma hins vegar fram í þeim hlutum myndarinnar sem ósýndir eru. Þar er því lýst hvernig Boris Quatram, höfundur myndarinnar, og hans fólk hafði upp á Vilhjálmi, sem bjó um það leyti í Berlín. Skömmu eftir að Quatram og hans lið hafði haft stutt tal af Vilhjálmi og ætlaði að koma til hans og spyrja hann frekar út í málið, var Vilhjálmur búinn að tæma íbúð sína og var horfinn á braut. Tókst Boris Quatram ekki að hafa upp á honum aftur. Varpar hann fram grunsemdum um að elskhuginn hafi verið varaður við.

Atferli Vilhjálms eins og það birtist í myndinni gæti bent til sektar en um það skal ekki fullyrt hér. Í myndinni kemur einnig fram að Vilhjálmur hafi flúið Ísland á sínum tíma vegna grunsemda um aðild hans að málinu.

Lögreglan grunuð um spillingu við rannsókn málsins

Í myndinni er rætt við Dr. John Pearce, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá Scotland Yard. Segir hann með ólíkindum að Vilhjálmur hafi ekki verið rannsakaður betur. Raunar hafi lögreglan gefið ótrúlega lítinn gaum að nánasta vina- og ættingjahring Geirfinns.

Varðandi eiginkonu Geirfinns segir Pearce að það sé mjög grunsamlegt þegar í ljós kemur að eiginkona horfins manns hafi ítrekað haldið framhjá eins og raunin hafi verið með hana. Slíkt ætti þegar í byrjun rannsóknar að gera eiginkonuna grunsamlega. John Pearce segir að elskhuginn sé grunsamlegur í málinu. Fram kemur að skýrsla hafi verið tekin af manninum skömmu eftir hvarf Geirfinns og svo önnur skýrsla ári síðar. John Pearce sakar lögregluna um ótrúlega vanhæfni í málinu og veltir því fyrir sér hvort spilling hafi ráðið för en ekki bara vanhæfni.

Rannsóknarlögreglumaður á að hafa farið í ferðalag með eiginkonunni

Í myndinni kemur fram að rannsóknarlögreglumaður sem vann að málinu skömmu eftir hvarf Geirfinns hafi farið með eiginkonu hans í ferð til Betlehem. Var þetta Haukur Guðmundsson. Er þetta athæfi gert grunsamlegt í myndinni. Óstaðfestar heimildir DV herma að tilgangur ferðarinnar hafi verið að leita að miðli sem gæti fundið eitthvað út um afdrif Geirfinns. Ef það er satt mætti ætla að eiginkona Geirfinns hafi ekkert vitað um hvarf hans.

Geirfinnsmálið er eitt frægasta sakamál Íslandssögunnar. Geirfinnur hvarf að kvöldi 19. nóvember árið 1974. Tveimur árum síðar féll grunur á fjögur ungmenni sem að lokum voru ákærð og dæmd fyrir að hafa valdið dauða hans. Þau voru öll sýknuð við endurupptöku málsins í lok september 2018.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga
Fréttir
Í gær

Leiðrétting og afsökunarbeiðni

Leiðrétting og afsökunarbeiðni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír erlendir ferðamenn grunaðir um meiriháttar líkamsárás

Þrír erlendir ferðamenn grunaðir um meiriháttar líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása og börnin boðuðu til blaðamannafundar – „Enginn vill trúa því að fjölskyldumeðlimur, pabbi þeirra, bróðir eða eiginmaður geti framið slík myrkraverk“

Ása og börnin boðuðu til blaðamannafundar – „Enginn vill trúa því að fjölskyldumeðlimur, pabbi þeirra, bróðir eða eiginmaður geti framið slík myrkraverk“