fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Almar Smári var með Gunnari í fimm tíma eftir morðið: „Ég trúi á sakleysi hans“

Hjálmar Friðriksson, Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almar Smári Ásgeirsson hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Noregi vegna gruns um hlutdeild í morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. Samkvæmt norskum fjölmiðlum var Almar með Gunnari Jóhanni í fimm tíma eftir morðið.

Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla Þórs, er talinn hafa skotið Gísla í norska smábænum Mehamn á sunnudag. Aina M. Indbjör, saksóknari hjá norsku lögreglunni, hefur sagt að öll sönnunargögn í málinu bendi til þess að Gunnar Jóhann hafi skotið bróður sinn.

Í fréttum frá Noregi er sagt að Almar, sem er 32 ára, mótmæli gæsluvarðhaldskröfunni og er haft eftir verjanda hans að hann hafi ekkert haft með morðið að gera. „Hann veit ekkert af hverju hann liggur undir grun,“ er haft eftir verjanda Almars.

„Ég trúi á sakleysi hans,” segir Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, systir Almars. Halldóra hefur að öðru leyti lítið að segja um málið. „Við vitum ekkert meira en það sem komið hefur fram í fjölmiðlum,“ segir hún en hún hefur, sem von er, ekki verið í neinu sambandi við bróður sinn síðan atburðurinn átti sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“