fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Tanja Ýr opnar sig um glingrið frá Kína: „Ég styð ekki fréttamennsku“

Hjálmar Friðriksson, Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 29. apríl 2019 11:13

Tanja Ýr ósátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í ljósi greinar sem birtist í dag finn ég mig knúna til þess að tjá mig. Ég get ekki setið á mér varðandi þessa tilteknu grein þar sem blaðamaður fer með rangt mál.“ Þetta skrifar Tanja Ýr Ástþórsdóttir, Ungfrú Ísland árið 2013, í langri færslu á Instagram. Þar vísar hún í frétt DV sem birtist á föstudaginn. Þrátt fyrir lengd kemur hvergi fram hvað hafi verið rangt við frétt DV.

Sjá einnig: Tanja Ýr selur Aliexpress glingur á uppsprengdu verði

Málið minnir nokkuð á nú frægt atvik þegar Óli Geir seldi ódýrt úr að utan sem eigin hönnun. Tanja Ýr seldi skartgripi og glingur á áttföldu verði samanborið við nákvæmlega sömu vöru á Aliexpress. Nákvæmlega sama mynd er notuð til að selja vöruna á síðu Tönju Ýrar og Aliexpress.

„Ég á 50% í hlut í Social Katus ehf. og BossBabe vörumerkið er undir þeirri kennitölu. Ég hef aldrei verið að fela það enda hef ég enga ástæðu til þess og ég er virkilega stolt af öllu því sem ég hef áorkað á mínum starfsferli. Samt sem áður hef ég ákveðið að halda mörgu af því sem ég er að gera frá mínum samfélagsmiðlum enda þarf ekki allt að vera opinbert og ástæðan fyrir því er meðal annars sú að ég hef brennt mig á leiðindum varðandi vörumerkið mitt Tanja Ýr Cosmetics. Þrátt fyrir það að ég leggi mig alltaf alla fram og geri hlutina eins vel og ég get, jafnframt að bjóða góða þjónustu og vörur á sanngjörnu verði,“ skrifar Tanja Ýr.

Tanja Ýr

Breytti síðunni

Þegar litið er á forsíðu Instagram síðu Tönju sést að hún er skráð sem hlutaeigandi í Bossbabe.is. Það er hins vegar nýtilkomið. Þegar grein DV var í vinnslu stóðu þessar upplýsingar ekki á forsíðunni. Heldur aðeins að hún væri stofnandi Tanja Ýr Cosmetics. Ætla má því að Tanja hafi greint frá eignarhaldi sínu á Bossbabe vegna fréttaflutningsins.

Eins og DV hefur áður greint frá sagðist Tanja hafa fengið spennu í gjöf frá Bossbabe. Semsagt gjöf frá eigin fyrirtæki.

Í annarri færslu birtir Tanja mynd af sér með eyrnarlokka frá Bossbabe. Við færsluna stendur að hún sé gjöf.

Nákvæmlega sama vara

Tanja Ýr leggur áherslu á í færslunni að hún geti ekki keppt við Aliexpress. „Conceptið á BossBabe alveg frá því að það var stofnað er að bjóða upp á flottar vörur á sanngjörnu verði. Öðruvísi og fancy það er eitthvað sem BossBabe er og stendur fyrir! Í greininni eru eyrnalokkar af síðunni bornir saman við eyrnalokka á vefsíðunni Aliexpress,“ skrifar Tanja Ýr en lætur ekki fylgja með að eyrnalokkarnir eru þeir nákvæmlega sömu og til marks um það er myndin af þeim sú sama.

Tanja Ýr segir þó ekki rétt að bera saman nákvæmlega sömu vöruna. „Það er ekki rétt að miða verðlag á Íslandi við vörur á Aliexpress, það er ekki hægt. Aliexpress myndi undirbjóða allt verðlag á Íslandi og líklegast ekkert fyrirtæki í heiminum sem getur keppt við Aliexpress. Við sem lítið fyrirtæki getum ekki keppt við slíkt verðlag. BossBabe er glænýtt, lítið vörumerki sem pantar í litlu magni beint af verksmiðju og fær þar af leiðandi ekki jafn góð verð og stórar keðjur á við HM, Zara og fleiri,“ skrifar Tanja Ýr.

Tanja Ýr segir að hún bjóði upp á betri þjónustu samanborið við Aliexpress. „Ef við tökum sem dæmi eina spennu sem kostar 990 kr. m/vsk (24%) þá er kostnaður vegna kaupa á vörunni sjálfri, sendingargjald á vöru til Íslands og pakkningar utan um vöruna. Að auki þarf að auglýsa vöruna, taka myndir og setja inná netverslun. BossBabe nýtir sér vöruhúsið Gorilla í þeim tilgangi að bjóða upp á fljótlegri og betri þjónustu varðandi afhendingu vörunnar ásamt því að bjóða upp á frían sendingarkostnað. BossBabe selur margar vörur á góðu verði samanborið við verð á sambærilegum vörum annars staðar,“ skrifar Tanja Ýr.

Styður ekki fréttamennsku

Tanja Ýr gagnrýnir svo fjölmiðla. Rétt er taka fram að blaðamaður reyndi að ræða við hana en hún skellti á um leið og hann nefndi fyrirtækið, BossBabe, á nafn. „Ég hef ekki haft neinn áhuga að ræða við fréttamiðla í langan tíma því ég styð ekki fréttamennsku sem snýst um að tala niður til fólks, gera lítið úr eða fara með rangt mál án þess að kynna sér málin til enda.“ Það má því skilja Tönju Ýr svo að hún styðji einungis fréttir sem fjalla um fólk í jákvæðu ljósi.

Tanja Ýr segist einungis ætla að gefa í nú. „Spurning sem ég hef fengið rosalega oft er: „Hvernig á ég að láta draumana mína rætast eða þora því?“ Þá langar mig að hvetja þá sem langar að láta draumana sína verða að veruleika hvort sem það sé að stofna fyrirtæki eða eitthvað allt annað, að standa uppi fyrir sjálfum sér og taka af skarið. Ekki láta svona hafa áhrif á ykkur. Gefa í þegar á móti blæs,“ skrifar Tanja Ýr.

Hún segir að umfjöllun um vafasöm viðskipti hennar hafi slæm áhrif á hana. „Svona greinar hafa haft ótrúlega slæm áhrif á mig í gegnum tíðina og ég orðið leið og niðurbrotin ásamt því að þær hafa skemmt mikið fyrir mér. Það virðist vera alveg sama hvað ég geri þá eru fjölmiðlar sem þekkja mig ekki neitt að skrifa nákvæmlega svona eða svipaðar greinar sem hafa ekki neinn annan tilgang en að tala illa um mig sem og vörumerkin eða fyrirtækin mín. Umfjallanir af þessu tagi geta haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér, sem það hefur gert hjá mér,“ segir Tanja Ýr.

Ekki svikahrappur

Hún þakkar svo fylgjendum hennar fyrir að standa með henni. „Ég er orðin vön því að heilu blaðagreinarnar séu skrifaðar þar sem verið er að setja út á útlit mitt og það sem ég er að gera. Ég stend upp og er sterkari fyrir vikið og er ótrúlega þakklát fyrir ykkur sem takið ekki þátt í slíku. Við þurfum öll að muna að passa að standa með sjálfum okkur og öðrum þegar verið er að koma illa fram við annað fólk. Takk fyrir kærleikann og stuðninginn sem ég hef fengið frá ykkur frá árinu 2014. Ég er ykkur ævinlega þakklát.“

Að lokum segir Tanja Ýr að hún sé ekki svindlari. „Ég vildi skrifa þetta til að láta ykkur vita að ég er engin svindlari og geri það sem ég hef virkilega trú á og hef gaman af að gera. Ég mun halda áfram að vera heiðarleg og vinna bara með fyrirtækjum sem ég virkilega elska, spjalla við ykkur og fá ráð. Ég mun alltaf koma til með að reyna að bæta mig og gera mitt allra besta í öllu því sem ég er að gera á hverjum degi! Það er ekkert fallegra en að hætta aldrei að læra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund