fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Morðið í Mehamn – „Sársaukinn er ólýsanlegur“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. apríl 2019 07:45

Mehamn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fjölmiðlum um helgina var Gísli Þór Þórarinsson, fertugur Íslendingur, skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörku nyrst í Noregi á laugardaginn. Hálfbróðir hans er grunaður um verknaðinn. Hann er í haldi ásamt öðrum Íslendingi sem er talinn tengjast málinu.

Málið hefur vakið mikinn óhug og er óhætt að segja að íbúar í Mehamn séu harmi slegnir. Samfélagið er lítið en tæplega 800 manns búa í bænum. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Heiðu B. Þórðardóttur, systur Gísla, að þau hafi verið mjög náin og hafi rætt daglega saman vikuna fyrir morðið. Hún sagði það hafa verið mikið áfall þegar lögreglan tilkynnti henni að Gísli væri látinn.

„Sársaukinn er ólýsanlegur.“

Sagði hún.

Hálfbróðir Gísla, sem er 35 ára, skrifaði færslu á Facebooksíðu sína skömmu eftir morðið þar sem hann virtist játa og baðst hann afsökunar á „svívirðilegum glæp“, ekki hafi verið ætlunin að hleypa af byssunni. Hann bað síðan sína nánustu að fyrirgefa sér.

Eins og DV skýrði frá í gær þá hafði hinn grunaði haft í hótunum við Gísla og hafði honum verið gert að sæta nálgunarbanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“