fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Bríet Sunna minnist Gísla Þórs – „Í dag er ég dofin, föst í óraunverulegum veruleika“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 29. apríl 2019 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bríet Sunna Valdimarsdóttir, fyrrverandi kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar, sem myrtur var aðfararnótt laugardags í norska bænum Mehamn, minnist hans í hjartnæmri Facebook-færslu sinni í dag. 

„Þú varst gæddur þessum einstöku persónu töfrum og ljóma. Þú sagðir alla hluti beint út án þess að særa neinn, það tóku allir mark á því sem þú sagðir og þú náðir til allra. Oft þegar ég var lítil í mér, þá hertir þú mig upp og minntir mig á að það sem mér fannst var það eina rétta, því þú sagðir alltaf við mig að ég væri með fallegasta hjartað í öllum heiminum og minntir mig alltaf á „að tala bara íslensku við fólk“ sem setti sig upp á móti mér og ekki láta neinn vaða yfir mig.“

Hún og Gísli Þór voru saman í 12 ár, en fram kemur í færslunni að Bríet sleit sambandi þeirra þar sem þau vissu bæði að sambandið gengi ekki upp vegna fjarveru. Þrátt fyrir sambandsslitin héldu þau áfram vinskap sínum.

Með færslunni deilir Bríet Sunna myndum af sér og Gísla Þóri og tveggja ára gamalli afmæliskveðju til hans, en í henni kemur fram hvernig þau kynntust og byrjuðu saman. Afmæliskveðjan lýsir að sögn Bríetar Sunnu staðnum sem Gísli Þór átti í hjarta hennar.

Bríet Sunna á von á sínu fyrsta barni í október og á föstudaginn talaði hún við Gísla Þór í hinsta sinn. „Þú varst svo ánægður þegar ég sagði þér að ég væri loksins ólétt því við gátum aldrei eignast barn en ákváðum bæði að sætta okkur við það og að lífið yrði samt æðislegt því við vorum saman,“ skrifar Bríet Sunna.

Í samtali þeirra óskar hann henni til hamingju með óléttuna: „btw til hamingju með strákinn.“ „Ég vissi ekki kynið þá,“ skrifar Bríet Sunna, en í gær kom í ljós að hún gengur með dreng. „Ég veit nú að strákurinn okkar Stefáns hefur besta og fallegasta verndarengil sem til er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt