Maðurinn sem lét lífið í Noregi í gærmorgun er hann varð fyrir skoti hét Gísli Þór Þórarinsson. Hann var fertugur en sá sem grunaður er um árásina er 35 ára. Var hann handtekinn eftir voðaatburðinn í gærmorgun sem varð um hálfsexleytið í bænum Mehamn í Finnmörku í Noregi. Þriðji maðurinn var einnig á vettvangi. Var hann líka handtekinn og er einnig grunaður um aðild að málinu. Er hann 32 ára og hefur neitað aðild að málinu.
Sá er skaut birti játningu og afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sinni skömmu eftir atvikið en mennirnir voru hálfbræður.
Er lögregla kom á vettvang í gærmorgun var Gísli alvarlega slasaður. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á staðnum.
Heiða Þórðar, systir hins látna, birti eftirfarandi kveðjuorð um bróður sinn á Facebook og gaf DV góðfúslegt leyfi fyrir birtingu þeirra:
Í morgun bankaði lögreglan upp á. Gísli minn var skotinn til bana í morgun.
Í losti sem stendur. Þvílíkt áfall. Sársaukinn er ólýsanlegur. Elsku hjartað mitt, takk fyrir samfylgdina. Hvíldu í friði. Elska þig þig ávallt ljósið mitt ❤
Til allra þeirra fjölmörgu vina sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls þessa mikla og stóra persónuleika sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur ❤Minning Gísla Þórs mun lifa að eilífu ❤