fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Noregi: Meintur banamaður hafði haft í hótunum við hinn látna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 28. apríl 2019 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá sem er í haldi, grunaður um morðið á hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, hafði áður haft í hótunum við hann. Þetta kemur fram í frétt NRK. Tíu dögum fyrir voðaverkið í gær fékk Gísli nálgunarbann á manninn. Hótanirnar munu hafa byrjað löngu fyrir þann tíma.

Anja M. Indbjør, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar í Finnmörku, staðfestir þetta í samtali við NRK. Segir hún að þetta hafi verið alvarlega hótanir en hún geti ekki farið nákvæmlega út í efni þeirra.

Gísli var fertugur að aldri. Atburðurinn átti sér stað í 1.100 manna smábæ í Finnmörku í Noregi, Mehamn. Sá sem situr í varðhaldi, grunaður um að hafa valdið dauða Gísla, er 35 ára gamall hálfbróðir hans. Annar maður, 32 ára, er einnig í varðhaldi, grunaður um aðild að verknaðinum, en hann neitar sök. Hinn grunaði birti játningu í málinu á Facebook-síðu sinni í gærmorgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt