Flugfélagið Icelandair hefur hækkað breytingargjald sitt töluvert það sem af er ári.
Samkvæmt heimasíðu Icelandair er breytingargjald nú á bilinu 25-40 þúsund. Upphæðin er breytileg eftir því hvort flogið er economy light, standard eða premium og eins eftir því hvort flogið sé til Ameríku eða ekki.
Í mars á síðasta ári var breytingargjaldið 5-15 þúsund, og í nóvember á síðasta ári var það komið upp í 5-20 þúsund krónur.
Hæsta breytingargjaldið hefur því tvöfaldast frá því í nóvember og það lægsta fimmfaldast.
Hér að neðan má sjá nýlegt skjáskot af síðu Icelandair og þar fyrir neðan skjáskot sem fengin voru með aðstoð internet-tímavélarinnar Wayback Machine, annars vegar skjáskot frá nóvember og hins vegar frá mars á síðasta ári.
Blaðamaður hafði samband við upplýsingafulltrúa Icelandair sem reyndist vera í fríi. Hún hafnaði því þó að hækkunin tengdist gjaldþroti WOW en hvorki hún né afleysing hennar hafa svarað skriflegri fyrirspurn blaðamanns.