„Lyra Mckee var einhver öflugasti blaðamaður sinnar kynslóðar. Umfjöllun hennar um sjálfsvígshrinu ungra karla á Norður-Írlandi, umfjöllun hennar um heimaland sitt eftir formleg endalok átakanna þar og ekki síst skrif hennar um réttindi samkynhneigðra, út frá hennar eigin reynslu, gerðu það að verkum.“
Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan á Facebook. McKee var skotinn til bana í gær þegar óeirðir brutust út í Londonderry á Norður-Írlandi. Hún var 29 ára. Lögregla þar skilgreinir morðið sem hryðjuverk en vígamaðurinn var að skjóta á lögreglu þegar McKee varð fyrir skot.
Helgi deilir skjáskoti af síðasta tísti hennar sem sjá má hér fyrir neðan. „Derry í kvöld. Algjör geðveiki,“ skrifaði McKee og birti mynd af vettvangi. Helgi segir manninn sem skaut hana vesaling: „Hún er dáin. Einhver smákelsóttur vesalingur með lambhúshettu skaut hana í gærkvöldi á meðan hún sinnti vinnu sinni. Hér er hennar síðasta tvít, frá því stuttu áður en hún dó“