fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Harðar fjölskyldudeilur milli Brynjars og Gústafs: „Eigið eftir að fá eftirminnilega á lúðurinn“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. apríl 2019 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Völuspá er Ragnarökum lýst svo að bræður munu berjast og að bönum verðast. Líklega hefur höfundur ekki verið að vísa þar til þriðja orkupakkans en nú er sú staða uppi að bræðurnir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Gústaf Níelsson berjast hart vegna þess máls. Á dögunum lýsti Brynjar skoðun sinni á þriðja orkupakkanum og sagðist fylgjandi honum. Nú nokkrum dögum síðar skrifar Gústaf athugasemd við þá færslu og segir bróður sinn vera „sporgöngumann Brusselvaldsins“.

Gústaf Níelsson

Síðastliðinn mánudag lýsti Brynjar því yfir á Facebook að það væri honum óskiljanlegt að vilja hafna þriðja orkupakkanum. „Nokkuð stór hópur „grasrótarinnar“ er heitt í hamsi vegna innleiðingar 3ja orkupakkans. Ég hef gert grein fyrir afstöðu minni og mér gengur ekkert annað til en að gæta hagsmuna okkar, annars vegar þeirra sem felast í EES samstarfinu og hins vegar að tryggja um leið yfirráð okkar yfir orkuauðlindinni, hvernig eignarhaldi okkar er háttað og hvort við tökum þátt í innri markaði með sölu á orku til evrópu í gegnum sæstreng. Því er mér óskiljanlegt hvernig hagsmunum okkar er betur borgið með því að hafna 3ja orkupakkanum,“ skrifaði Brynjar.

Hann bætti svo við að þó hann hlustaði á grasrót flokksins þótt fylgdi hann henni ekki í blindni: „Mér þykir afskaplega vænt um „grasrótina“ og er í miklum samskiptum við hana og hlusta. Ég er hins vegar ekki þannig maður að afstaða mín fari eftir því hvernig vindar blása hverju sinni, hvorki hjá „grasrót“ flokksins eða annars staðar. Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir.“

Einn vinur Brynjars á Facebook spyr hann í athugasemd hví honum sé illa við grasrótina, það hafi nú verið hún sem kaus hann á þing. „Að því að við erum öll saman í flokknum, Héðinn. Flokknum sem er okkur svo kær. Mér finnst alveg óþarfi að skipta honum upp grasrót á móti forystu. Ég vil frekar tala um trausta flokksmenn. Ég veit alveg hverjir hafa verið mínir stuðningsmenn og hef verið í góðu sambandi við þá. Þeir eru margir ósammála mér í þessu orkupakkamáli en ég tek alltaf hagsmuni þjóðarinnar fram fyrir allt annað,“ svarar Brynjar.

Það er þessi athugasemd sem verður til þess að Gústaf hjólar í bróður sinn. „Brynjar Níelsson það er alveg augljóst að í þessu máli fara ekki saman hagsmunir flokksforustu og grasrótar flokksins og hvað þá hagsmunir þjóðarinnar. Þið sporgöngumenn Brusselvaldsins eigið eftir að fá eftirminnilega á lúðurinn í næstu kosningum og höggið verður slíkt að það er bara ekkert víst að þið rísið á fætur aftur,“ segir Gústaf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“