fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Stoðdeild fyrir börn hælisleitenda verður starfrækt við Háaleitisskóla

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. apríl 2019 11:24

Leikskóli - Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um stofnun stoðdeildar vegna móttöku barna í leit að alþjóðlegri vernd og þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í grunnskólum Reykjavíkurborgar

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg hefur sent frá sér.

Þar segir að starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hafi áður skilað tillögum um bætta móttöku og nú hafi verið unnið enn frekar í því hvað hentar þessum hópi nemenda best.

„Þróað verður starf í stoðdeild fyrir börn í 3. – 10. bekk sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Í þessum hópi verða fyrst og fremst börn umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilfellum börn sem hafa mjög rofna skólagöngu erlendis að baki. Deildin verður starfrækt við Háaleitisskóla – Álftamýri frá og með næsta skólaári.“

Í tilkynningunni segir að nemendur sem munu sækja stoðdeild hafi dreifst á 12 skóla víðsvegar um borgina og er talin þörf á aukinni þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Vegna sérstöðu þessa nemendahóps sé mikilvægt að hlúa vel að félagslegri og námslegri stöðu þeirra þar sem gera má ráð fyrir að meiri hluti barnanna muni staldra stutt við í íslensku samfélagi.

„Rík áhersla er lögð á að nemendur verði tímabundið í stoðdeild á meðan unnið er að mati á námslegri stöðu þeirra og hlúð að félagslegum og sálrænum þáttum þeirra eftir bestu getu. Nemendur munu jafnframt taka þátt í starfi við frístundamiðstöðina Kringlumýri og öðru íþrótta- og frístundastarfi í hverfinu.

Búseta nemenda sem sækja munu nám í stoðdeildinni er víðsvegar í Reykjavík og verða samgöngur tryggðar fyrir þau í og úr skóla meðan þau stunda nám í stoðdeildinni.“

Háaleitisskóli í Álftamýri

Þá segir að vandlega hafi verið farið yfir hvaða skólar borgarinnar hafa möguleika og áhuga á að reka stoðdeildina og var niðurstaðan sú að hún verður starfrækt við Háaleitisskóla í Álftamýri. Þannig liggi skólinn vel við samgöngum og sé mjög miðlægt í borginni, íþróttafélagið í hverfinu sé með starfsstöð við skólann og húsnæði í frístundaheimili nýtist vel ásamt húsnæði skólans.

„Deildin tekur til starfa næsta haust og verður tekið á móti nýjum nemendum í 3. – 10. bekk.

Fyrir liggur umsögn skólaráðs Háaleitisskóla, foreldrafélags Háaleitisskóla og kennara og taka allir vel í að deildin verði starfrækt í skólanum.

Við stoðdeildina verður eitt stöðugildi deildarstjóra, þrjú föst stöðugildi kennara og eitt stöðugildi stuðningsfulltrúa. Kostnaður skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2019 verður rúmlega fjórtán milljónir króna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Atli Hrafn farinn frá HK
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Í gær

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum