fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Fjölgun ferðamanna veldur aukinni losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 15. apríl 2019 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017.  Losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis hefur verið nokkuð stöðug síðan 2012 þrátt fyrir aðgerðir til að stemma við losuninni. Þetta má meðal annars rekja til fjölgunar ferðamanna á Íslandi og aukinnar neyslu almennings.

Árlega skilar Umhverfisstofnun Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (National Inventory Report – NIR) til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (United Nation Framework Convention on Climate Cange – UNFCCC) í samræmi við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

Helstu orsakavaldarnir losunarinnar á Íslandi eru vegasamgöngur, sem telja um 38 prósent af þeirri losun sem er á ábyrgð Íslands. Næst kemur olíunotkun fiskiskipa, eða um 18 prósent. Þar á eftir kemur iðragerjun, svo losun frá kælimiðlum og losun frá urðunarstöðum.

Í skýrslunni er einnig litið til losunar frá stóriðju undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Undir það féll 39 prósent af heildarlosun Íslands árið 2017 sem var tæplega 3 prósentum meira en árið á undan.

Meginástæður fyrir aukinni losun á ofangreindum árum er aukin losun frá fólksbílum, málmframleiðslu, kælimiðlum og frá nytjajarðvegi. Skýrslan er þó ekki alsvört fyrir Ísland heldur hefur losun frá framleiðsluiðnaði dregist saman um 9 prósent og losun frá urðunarstöðum um 3 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Í gær

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“