fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Hópfjármögnun á arftaka WOW air hafin á netinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðhæft hefur verið að Skúli Mogensen hafi byrjað undirbúning að stofnun nýs flugfélags aðeins nokkrum dögum eftir að WOW air fór í þrot. Núna er endurreisn WOW hafin með hlutafjármögnun á netinu. Á vefsíðunni hluthafi.com segir:

„Við erum fyrrum viðskiptavinir WOW Air og annarra flugfélaga. Við vitum að ef samkeppni minnkar eða fellur niður í samkeppnisumhverfi þá töpum við til lengri tíma. Auk þess vitum við að ferðaþjónusta á Íslandi hefur aukið hagvöxt og lífsgæði á undanförnum árum og viljum við tryggja þau gæði áfram.

Við teljum að ef Skúli og hans besta fólk getur endurreist WOW Air þá eigum við sem einstaklingar í þessu landi að sameinast um að hjálpa til. Því hvetjum við einstaklinga og fyrirtæki til að leggja fram lítilsháttar hlutafé í krafti fjöldans og tryggja rekstur WOW Air til framtíðar.“

Á síðunni eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að taka þátt í fjármögnuninni og verða einn af eigendum nýs flugfélags. Komið hefur fram í fréttum að Skúli hefur átt í viðræðum við KEA um þátttöku í fjármögnun nýs flugfélags. Um hópinn sem stendur að baki fjármögninni segir á hluthafi.com:

„Við erum einstaklingar, sem sjá að rekstur lággjalda flugfélags í eigu íslendinga er raunhæfur kostur og viljum að landsmenn taki sig saman til að endurreisa WOW Air eða stofna nýtt lággjalda félag, sem er eitt brýnasta hagsmunamál þóðarinnar í dag.

Þeir einstaklingar sem standa að gerð þessarar síðu og væntanlegs almenningshlutafélags hafa ekki starfað hjá WOW Air og eru ekki tengdir félaginu á nokkurn hátt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“