fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Einar hraunar yfir slökkviliðið: „Eigum við ekki að rúlla Freyju Haralds inn í inntökuprófið í leiðinni?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Ísfjörð einkaþjálfari er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en í nýjum pistli sem hann skrifar hraunar hann yfir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fyrir að draga úr kröfum í inntökuprófi. Einar hefur áður fordæmt foreldra feitra barna og eitt sinn skoraði hann á Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, að hlaupa með sér hálf-maraþon.

Stefnan á helvíti

Einar hefur pistil sinn á því að umorða frétt um að slökkviliðið hygðist auðvelda inntökupróf vegna kynjamunar. „„Í dag er staðan orðin þannig að eldur er í sjálfu sér ekki eins hættulegur og hann var áður og það er annar hver maður farinn að geta bjargað sér sjálfur úr eldsvoða, hvort sem er. Það einfaldlega þarf ekki lengur jafn hæfa einstaklinga til að sinna slökkvistarfi í dag.” Einhvern veginn svona hljómaði frétt frá deginum í gær þar sem inntökuskilyrðin í Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins voru lækkuð í nafni rétts kynjahlutfalls,“ skrifar Einar.

Hann segir þetta birtingarmynd skelfilegrar stefnu. „Þetta er einhver augljósasta birtingarmynd tepruskapsins sem fylgir snjókornakynslóðinni sem situr við stýrið í þessu fleyi sem við köllum þjóðfélag þar sem stefnan er sett beinustu leið til helvítis – og það á fullri ferð. Kynjajafnrétti og kynjahlutfall á vinnustöðum hefur lengi og oft verið rætt síðustu árin og auðvitað er það allt gott og blessað í flestum tilfellum, svo lengi sem hæfasti einstaklingurinn fái starfið, burtséð frá því hvort einstaklingurinn sé með hangandi tittling á milli fóta sér eða eggjastokka inn í sér. Eða bæði, það er víst allt orðið til í dag,“ segir Einar.

Offitusjúklingar í fimleikalandsliði

Hann telur að þetta sé sambærilegt við að blindir menn kenni akstur. „Hvernig væri þó að ganga skrefinu lengra en slökkviliðið og útrýma allri tegund af mismunun með því að skylda körfuboltalið landsins til þess að hafa jafn hlutfall hávaxinna manna og lágvaxinna manna í liðinunum sínum, jafnvel að hafa einn dverg í hverju liði því það er auðvitað ómögulegt að þeim sé ekki leyft að spila þessa íþrótt á hæsta leveli sökum hæðar sinnar. Einnig gætum við ráðið okkar blindustu menn til þess að sinna ökukennslu, og offitusjúklingana gætum við saumað inn í spandex galla og teflt þeim fram sem fimleikalandsliði á næsta stórmóti allt saman í nafni jafnréttis að sjálfsögðu,“ segir Einar.

Hann heldur að þetta hafi verið viðbragð við kvörtunum þeirra sem féllu á prófinu. „Málið varðandi slökkviliðið er þannig að því hafði borist kvartanir (líklegast frá aumum karlmanni) um að það væri lögbrot að fella karlmann á meiri kröfum en konur í styrktarprófum og því eru kröfurnar að SjÁLFSÖGÐU lækkaðar.

„Herra slökkvistjóri, hvað með að hækka bara standardinn þar sem hann er lægstur?“

„Nei það kemur ekki til greina, hingað til höfum við hvort eð er verið að setja óraunhæfar og ósanngjarnar kröfur á slökkviliðsmenn þjóðarinnar og því skal lækka þessar kröfur núna strax! Svo erum við að hugsa um setja inn fjóra kaffitíma í hverju útkalli, svo menn brenni ekki út.” (pun intended),“ skrifar Einar.

„Brann til helvítis í nafni rétts kynjahlutfalls“

Hann segir að lokum að slíkir einstaklingar væru ófærir til að bera hann út úr brennandi húsi. „Þú getur sagt það sem þú vilt um eld og þær hættur sem hann getur skapað en eitt er víst að eldurinn tekur að sjálfsögðu gott og mikið tillit til þess hvort þú sért karl eða kona þegar hann reynir að kveikja í þér og þínum. Ef ég kemst einhvern tímann í þá óheppilegu og já, leiðinlegu aðstöðu að kveikja í húsinu hjá mér og þarf að treysta á slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þá væri vissulega vont að sjá tágrannan og veiklulegan Fortnite spilara eða konu koma kafandi í gegnum reykinn mér til bjargar. Þessir einstaklingar væru auðvitað ófærir um að halda á mér út úr rústunum eða lyfta ofan af mér brennandi hillusamstæðu úr IKEA. En all svakalega yrði ég glaður í hjartanu að ég brann til helvítis í nafni rétts kynjahlutfalls á vinnustöðum. Eigum við ekki að rúlla Freyju Haralds inn í inntökuprófið í leiðinni? Það er orðið nokkuð ljóst að hún þarf ekki að vera heima með barn á meðan borgin brennur.“

Hér má lesa pistil Einars í heild sinni á heimasíðu hans. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Í gær

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“