Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vakti mikla lukku á Norðurslóðaráðstefnunni er nú stendur yfir í Pétursborg í Rússlandi, er hann flutti ræðu á rússnesku. Vefur Hringbrautar greindi frá málinu. Vakti ræða forsetans okkar, sem er mikill tungumálamaður, mikla athygli og aðdáun. Hann baðst þó afsökunar á slakri rússneskukunnáttu sinni en hann sagðist hafa reynt að læra málið í nokkurn tíma. Áður hefur Guðni vakið athygli fyrir að ávarpa fundargesti á finnsku, á 100 ára sjálfstæðisafmæli Finnlands.
Myndskeið með ræðu Guðna má sjá hér að neðan: