fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Simmi svarar ádeilu Gunnars Smára á pitsuverð: „Fengi meira áfall við að reka veitingastað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti veitingamaður, Simmi Vill (Sigmar Vilhjálmsson), sem meðal annars stofnaði Hamborgarafabrikkuna, gerir athugasemdir við ádeilu Gunnars Smára Egilssonar á pitsuverð á Íslandi. Eins og kom fram í frétt okkar í gær lýsti Gunnar Smári með dramatískum hætti upplifun sinni á meintu okri í veitingageiranum á Íslandi. Gunnar hélt í sakleysi sínu að 2.000 krónur dygðu fyrir pitsu. Þegar dætur hans báðu hann um pitsu rétti hann þeim 2.000 krónur. Honum var tilkynnt að sú fjárhægð dygði ekki:

„Þær ranghvolfdu augunum, sögðu að þetta væri ekki nóg. Ég kíkti því inn á vef Domino‘s og varð fyrir áfalli. Hverjum dettur í hug að selja pizzu á 3.490 kr.! Það eru 25 evrur! Fyrir pizzu!“ 

Gunnar Smári bendir á að sambærileg pitsa í Ástralíu kosti 866 kr. , um þúsund kall í Hollandi og 1.300 krónur í Þýskalandi.

Simmi Vill: Launakostnaður og húsaleiga

Simmi vill meina að Gunnar Smári fengi meira áfall við að reka veitingastað en að kaupa pitsu. Hann útskýrir verðið svona í nýjum Facebook-pistli:

„Gunnar Smári Egilsson fengi meira áfall við að reka veitingastað. Launahlutfall er 30-40%, húsaleiga er mun hærri hér á landi en í samanburðarlöndum og engin löggjöf í því umhverfi, hráefni er 25-35% (meðal annars vegna launakostnaðar og leigukostnaðar framleiðanda og heildsala). Hann ætti að hafa þetta í huga þegar hann ræðir kostnaðarverð, hætta þessari gölnu vegferð í launabaráttunni (því laun hér á landi eru há í samanburði við þessi lönd sem hann ber saman) og leggjast á árar í að fá Ríkisvaldið að borðinu og hreinsa til í þessu atvinnu- og fyrirtækjaumhverfi sem við búum við. Því eins og gefur að skilja, þá er atvinna og fyrirtæki óaðskiljanlegur hlutur.“

Gunnar Smári svarar Simma og teflir fram rökum manna sem segja að pitsan ætti að kosta þúsund kall. Simmi svarar að það gildi um heimsenda pitsu. Simmi fléttar þessa umræðu við kjarabaráttuna og tengir Gunnar Smára við kröfur verkalýðshreyfingarinnar um launahækkanir:

Þitt framlag er að riðjast fram á völlinn og henda í algjörlega taklausa launahækkanir og jarða endanlega litlu og millistóru félögin sem þú heldur að þú sért málsvari fyrir. Ef þú ert í stríði við stórfyrirtækin og auðmennina, þá væri kannski réttara að fara beint þangað en ekki vaða aftan að þeim og stráfella litlu og meðalstóru fyrirtækin í leiðinni.

Fjölmargir aðrir leggja orð í belg en umræðurnar má lesa með því að fara inn í færsluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga
Fréttir
Í gær

Leiðrétting og afsökunarbeiðni

Leiðrétting og afsökunarbeiðni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír erlendir ferðamenn grunaðir um meiriháttar líkamsárás

Þrír erlendir ferðamenn grunaðir um meiriháttar líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása og börnin boðuðu til blaðamannafundar – „Enginn vill trúa því að fjölskyldumeðlimur, pabbi þeirra, bróðir eða eiginmaður geti framið slík myrkraverk“

Ása og börnin boðuðu til blaðamannafundar – „Enginn vill trúa því að fjölskyldumeðlimur, pabbi þeirra, bróðir eða eiginmaður geti framið slík myrkraverk“