fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Handjárnaður um borð í vél Icelandair: Hótaði að opna neyðarútgang – uppfært-myndbönd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíi í flugvél Icelandair sem er á leiðinni til New York trylltist um borð. Tókst að yfirbuga manninn sem hafði látið öllum illum látum. Er hann nú handjárnaður og bundinn í sæti sínu. Farþegi um borð segir í samtali við DV að maðurinn hafi áreitt konur, bæði farþega og flugfreyjur, og trylltist yfir því að ekki var pizza á boðstólum.

„Hann hótaði að opna neyðarútgang,“ segir heimildarmaður DV en Svíinn sat mjög drukkinn við hliðina á einum af neyðarútgöngum vélarinnar. Heimildarmaður DV segir:

„Farþegar hafa reynt að róa hann niður en síðan trylltist hann við tvær flugfreyjur, stóð upp og öskraði á þær vegna þess hann fékk ekki pizzu. Síðan byrjaði hann að hrista aðra þeirra.“

Farþegar og starfsfólk sameinuðust um að binda manninn niður í sæti og var hann einnig handjárnaður. Mikil angist varð á meðal farþega sem urðu varir við manninn áður en tókst að yfirbuga hann.

Sænski flugdólgurinn var beðinn um að hafa sig hægan en hann öskraði: „Nei, ég slaka ekki á.“ Krafðist hann þess að vélinni yrði lent þegar í stað en á áfangastað í New York verður hann handtekinn og settur í varðhald.

Vísir náði sambandi við upplýsingafulltrúa Icelandair:

„Ásdís Ýr staðfestir í samtali við Vísi að farþegi í annarlegu ástandi hefði verið yfirbugaður af áhöfn flugvélarinnar. Segir Ásdís áhöfnina hafa góða stjórn á aðstæðum og hefur verið óskað eftir aðstoð lögreglunnar á Newark-flugvelli þegar þangað verður komið.“

Uppfært kl. 1:55

Farþeginn hafði samband eftir lendingu og sagði að vopnaðir lögreglumenn hefðu farið með flugdólginn. Maðurinn er annaðhvort þýskur eða sænskur. Öllum var gert að halda kyrru fyrir í vélinni þegar hún lenti og biðu aðrir farþegar á meðan lögreglan kom um borð og fór burtu með manninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“
Fréttir
Í gær

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur