Síðan eru birtar upplýsingar varðandi ferðir þeirra sem eiga bókað flug með félaginu og þeirra sem bíða nú á flugvöllum. Þá er farið yfir réttindi þeirra sem hafa keypt flugmiða með félaginu. Einnig er bent á vefsíður þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar.
Eins og DV skýrði frá í nótt og morgun þá var allt flug WOW air stöðvað í nótt. Nú er ljóst að félagið er ekki rekstrarhæft og því hefur starfsemin verið stöðvuð. Mörg þúsund farþegar eru nú væntanlega í vandræðum. Sumir bíða á flugvöllum og hafa gert síðan í nótt en aðrir hyggja á ferðir í dag eða næstu daga.