fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Starfsfólk kom grátandi út úr húsakynnum WOW Air: „Ég setti aleiguna í þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. mars 2019 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen segist hafa sett aleigu sína í rekstur WOW Air en vildi ekki tilgreina hvað það væru miklar upphæði. Skúli var í viðtali við RÚV í aukafréttatíma í hádeginu. Þar var greint frá því að fólk hafi komið grátandi út úr húsakynnum WOW Air í morgun þar sem Skúli ávarpaði starfsmenn á lokafundi.

„Þegar flugvélarnar eru kyrrsettar þá er þetta búið,“ sagði Skúli í viðtali við RÚV en hann sagðist hafa haft trú á að hægt væri að bjarga fyrirtækinu alveg til klukkan sjö í morgun. Unnið hafi verið að því að bjarga félaginu í alla nótt en því miður hafi tíminn runnið út.

Frá höfuðstöðvum WOW Air í morgun

„Það var góður áfangi þegar skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta skuldum í hlutafé en þá var eftir að semja við marga aðra kröfuhafa og þetta var flókið,“ sagði Skúli.

Skúli sagði að hefja hefði átt endurskipulagningu félagsins fyrr því hún hafi gengið mjög vel eftir að félagið var fært aftur í lágfargjaldabúninginn.

Aðspurður sagði Skúli að um 1000 manns myndu missa vinnuna vegna gjaldþrotsins. „Þetta er ótrúlegur hópur af öflugu fólki. Andrúmsloftið var vissulega þungt í morgun og mjög erfitt að horfast í augu við þessa staðreynd. Ég axlaði ábyrgð á stöðunni og mun gera það áfram,“ sagði Skúli.

Sem fyrr segir segist Skúli hafa lagt aleiguna í félagið og vaknar því sú spurning hvort hann verði persónulega gjaldþrota vegna þrots fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“