fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Skiptar skoðanir um arfleifð WOW og persónu Skúla: „Fáir menn logið eins að þessari þjóð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. mars 2019 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Líklega hafa fáir menn logið eins að þessari þjóð undanfarin misseri eins og nefndur Skúli og undanskil ég þá ekki stjórnmálamenn. Hugur minn er hjá þeim sem trúðu honum,“ skrifar Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, í Facebook-umræðum um Skúla Mogensen, WOW Air og tíðindi dagsins. Umfjöllun um persónu Skúla hefur almennt verið mjög jákvæð, jafnvel nú undir það síðasta þegar stefnt hefur í þrot WOW Air. Hjá mörgum er þó tónninn að breytast núna. Heiða B. Heiðars, fyrrverandi sölustjóri Stundarinnar, skrifar:

„Ég skil ekki þessa þjóð sem ég tilheyri. Einn maður er svo stútfullur af trú á því að vera snillingur að hann tók fyrirtæki sem á engar eignir, og blés það upp eins og það væri loftbelgur. Það reyndist bara vera blaðra og sprakk. 
Afleiðingarnar eru ekki bara skelfilegar fyrir allt fólkið sem missir vinnuna, þær valda öllum skaða. Öllum friggings landsmönnum. Takk krónu-elskendur. 
Og svo er boðið upp á fréttir af því hvað Skúla líður illa. 
Hvað Skúli barðist hetjulega. Hvað Skúli skrifaði í bréf.

Í gærkvöldi þegar ég fór að sofa var ekki hægt að skilja þennan blessaða Skúla og fjölmiðla sem elska hann, að það væri bara korter í að smjörið færi að drjúpa af hverju wow-strái. Í morgun þegar ég vaknaði var þetta farið á hausinn og allir í rusli. En ég veit svo sem ekkert hvernig neinum líður… nema Skúli greyið. Hann er í rusli.

En hann jafnar sig kannski þegar hann stofnar nýtt fyrirtæki í sama rekstri og þið getið byrjað að klappa hann aftur upp.“

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar:

Wow er fallið vegna of mikillar skuldasöfnunar. Það er áfall fyrir starfsfólk sem missir nú vinnuna en fær vonandi fljótt aftur vinnu; þetta er líka högg fyrir ferðabransann og þjóðarbúið – og íslenska neytendur sem enn sjá falla félag sem reynt hefur að koma á samkeppnisrekstri. Wow var lika sterkt tákn um stemmningu, tíðaranda, uppbyggingargleði – óbilandi sjálftraust, já fífldirfsku. Fall þess mun hafa áhrif á þjóðarstemmninguna.

Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu og frægur þýðandi og ritstjóri, svarar hins vegar Guðmundi Andra: „En það virðist hafa byggt á blekkingum frá upphafi.“

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, skrifar: „Er það ekki líka áfall fyrir þá sem fá ekki reikninga sína greidda? Er það jákvætt að safna skuldum og borga ekki?“

Konráð Guðjónsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, er öllu jákvæðari í garð WOW og Skúla:

Ef WOW air hefði aldrei orðið til værum við flest fátækari, færri ferðamenn hefðu komið, krónan hefði verið veikari, kaupmáttur minni, skuldastaða verri o.s.frv. Það skal ekki gert lítið úr þessu áfalli en hvað sem öllu því líður tekur enginn í burtu allan ávinning síðustu ára.

„Ertu þá að segja að hrunið hafi verið gott af því að góðærið var svo gott?“ Alls, alls ekki. Á því er líka grundvallarmunur því þá sátum við eftir í skuldasúpu, annað en nú, og áhrifin voru miklu drastískari.

Og til að það fari ekki á milli mála: Allt bendir núna til þess að við séum á leið í kreppu (vonandi og líklegast litla) með tilheyrandi atvinnuleysi, sem er að sjálfsögðu ömurlegt.

Einar Skúlason, stjórnmálafræðingur og göngugarpur, skrifar fallega hugvekju um endalok WOW:

Það er áfall að missa WOW Air af markaðnum og það kom mér á óvart að ekki tókst að bjarga því. Þetta var flott flugfélag og hafði góð áhrif á markaðinn og hélt uppi mikilvægri samkeppni. Ég átti sjálfur í fínu samstarfi við félagið og skrifaði margar greinar í flugtímaritið þeirra og gat með því komið Wappinu á framfæri við þúsundir ferðamanna. Ég fékk auk þess inneignir hjá félaginu sem ritlaun og flaug t.d. með strákana mína á EM í Frakklandi sem laun fyrir slíkar greinar. 
Mér finnst það stórmannlegt hjá Skúla að koma strax fram og lýsa yfir ábyrgð, því að það hefur víða verið lenska hjá mörgum að kenna öllu öðru um en sjálfum sér og hann hefði getað fetað þann stíg með því að benda á ytri aðstæður og áföll annarra flugfélaga. Vonandi gengur fljótt og vel að koma strandaglópum til síns heima og vonandi verður álitshnekkur Íslands ekki mikill. Svo er hugur minn hjá öllum þeim starfsmönnum WOW og afleiddra fyrirtækja og fjölskyldum þeirra sem munu búa við óvissutíma á næstunni.

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, spyr hvernig ríkisstjórnin muni bregðast við þessu áfalli:

„Rifja upp að í kjölfar fjármálaáfallsins fyrir 10 árum setti ríkisstjórn og atvinnulífið einn milljarð – þúsund milljónir – í að auglýsa Ísland fyrir ferðamönnum heimsins. Allir þekkja árangurinn. – WOW flutti 920 þúsund farþega til Íslands í fyrra. Fall félagsins er því mikið högg fyrir ferðaþjónustuna. Hvernig mun núverandi ríkisstjórn bregðast við til að laða hingað erlenda ferðamenn?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“
Fréttir
Í gær

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“

Dómurinn í Nýbýlavegsmálinu: Spurði hvort drengurinn vildi fara í „góða heiminn“