fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Jón Gnarr ósáttur við RÚV – „Grallari sem reynir að fá hlátur með því að hæðast að transfólki, samkynhneigðum og innflytjendum“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. mars 2019 17:30

Jón Gnarr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðleikhúsið sýnir nú leikritið Super eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, en dómur um verkið birtist á RÚV í gær.

Í stöðufærslu sem Jón skrifar á Facebook fyrr í dag segist hann ósáttur við dóm RÚV, sem í hnotskurn segir leikritið hálfbakaða ádeilu sem hefði sómt sér vel sem tveggja mínútna skets í stað tveggja klukkustunda leiksýningar.

„Þær eru kaldar kveðjurnar sem ég fæ frá RUV. Ég hef fengið allskonar gagnrýni á mig á mínum langa ferli og hef sjaldnast verið að missa mig eitthvað yfir því sem sagt hefur verið eða ekki sagt um mig og mín verk,“ segir Jón og segist aðeins einu sinni hafa skrifað neikvæðum bandarískum gagnrýnanda áður, sem fór með rangfærslur í gagnrýni á enskri útgáfu einna bóka hans.

„Hún sagði td. eitthvað á þá leið að stíllinn minn væri svo gloppóttur að það væri engu líkara en að ég væri með ADHD, sem ég sannarlega er með og þessi tiltekna bók fjallaði einmitt um það.“

Segist Jón bera virðingu fyrir starfi gagnrýnandans og ekki vera viðkvæmur fyrir gagnrýni, en finnist sjálfsagt að bregðast við þegar að honum er vegið með ósanngjörnum hætti. „Skiptir þá engu máli hvort verið er að ráðast á persónu mína, verk eða störf.“

Segist Jón vilja tala sérstaklega um eitt dæmi úr leiklistardómnum, en þar því haldið fram að hann sé að veitast að minnihlutahópum, „eins og ég sé einhver vitgrannur grallari sem reyni að fá hlátur með því að hæðast að transfólki, samkynhneigðum og innflytjendum.“ Nefnir Jón með nokkrum dæmum að það hafi þótt einkenni á hans verkum hvað hann dansar á þeirri línu,

Bendir hann á að ef verk hans séu skoðuð í réttu ljósi þá séu þau hins vegar tengd mannréttindabaráttu, þar sem hann hefur unnið til fjölda viðurkenninga, bæði hérlendis og erlendis.

„Ég fékk húmanistaviðurkenningu Siðmenntar, friðarverðlaun Yoko Ono og ég er heiðursfélagi í Samtökunum 78 fyrir baráttu mína fyrir réttindum hinsegin og allskonar fólks, sem er líklega merkilegasti titill sem ég hef verið sæmdur á lífsleiðinni. Að halda því fram að ég sé óvarlega að hæðast að því fólki finnst mér ekki bara rangt og móðgandi. Mér finnst það dónaskapur, sem lýsir bara skilnings- og virðingarleysi.“

Jón nefnir að listin er eðli sínu samkvæmt ekki alltaf klippt og skorin og gefur rými til túlkunar og hún sé líka í eðli sínu afstæð. 

Mér finnst svona þvaður um mig og mín störf í raun ekki svaravert. En af því að þetta eru efnistökin í virtum menningarþætti og svo birt með áberandi hætti og þessari ömurlegu fyrirsögn á vefsíðu RÚV þá get ég ekki orða bundist,“segir Jón og nefnir að lokum að í hann hlakki til sýningar kvöldsins og umræðna eftir hana með áhorfendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“