fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

WOW tapaði um 60 milljónum króna á hverjum degi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2019 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tap WOW air á síðasta ári, sem nemur allt að 22 milljörðum króna, jafngildir því að flugfélagið hafði að jafnaði tapað um 60 milljónum króna á hverjum degi. Það má því segja að tap á hverju hverju flugtaki hjá WOW hafi verið 1,5 til 2 milljónir króna.

Það er þó mikilvægt að geta þess að hér er ekki bara um hreint rekstrartap að ræða, því félagið þurfti að skila vélum og selja þær undir bókfærðu verði. Þannig hafa ytri aðstæður verið WOW air afar óhagstæðar í þeirri þröngu stöðu sem félagið er í. Mikil tiltekt hefur verið í rekstrinum á liðnum mánuðum og að sögn heimildamanna DV lítur félagið mun betur út en áður.

Samkvæmt sömu heimildum eru hugmyndir Skúla Mogensen forstjóra og eigenda WOW um útboð á nýju hlutafé og skuldbreytingu hjá skuldabréfaeigendum því möguleg leið út úr stöðunni. Tíminn vinnur þó alls ekki með honum, þar sem greiða þarf laun og fleira um mánaðamótin, auk þess sem flugvallagjöld eru á gjalddaga. Það er vandséð að fjárfestar séu tilbúnir til að lofa og binda sig með háar fjárhæðir inn í þennan rekstur, nema að fyrst fari fram áreiðanleikakönnun á félaginu. Slíkt tekur tíma og hann er af skornum skammti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu