Í umfjöllun norska vefmiðilsins e24.no um málið er haft eftir Hans Jørgen Elnæs, sérfræðingi í flugmálum að mikil hætta sé á að WOW air verði gjaldþrota.
„Síðasti möguleikinn er að íslenska ríkið taki WOW air yfir.“
Sagði hann.
Fram hefur komið að forsvarsmenn WOW air hafi fundað með fulltrúum ríkisstjórnarinnar en hún hefur fylgst vel með gangi mála hjá WOW air að undanförnu.
WOW air hefur átt stóran hlut að máli í þeim mikla vexti sem hefur verið í ferðamannaiðnaði hér á landi. Samkvæmt frétt e24.no tengjast um 4.000 störf fyrirtækinu, beint og óbeint, hér á landi. Segir miðillinn að af þessum sökum sé stjórnvöldum mikið í mun að halda rekstrinum gangandi.