Blaðið segir að Arctica Finance vinni nú að því að afla þessa fjár en málin þurfa að ganga hratt fyrir sig. Fyrir nema skuldir WOW air um 200 milljónir dollara að sögn Fréttablaðsins en það svarar til um 24 milljarða króna. Af þeirri upphæð er skuldin við ISAVIA um tveir milljarðar.
Morgunblaðið segir að í dag sé stefnt að kynningu á endurskipulagningu WOW air sem feli í sér að skuldum verði breytt í hlutafé. Haft er eftir fjárfesti, sem tók þátt í skuldabréfaútboði WOW air síðasta haust, að félagið sé að verða sjálfbært og ekki þurfi mikla fjármuni til að búa til mjög spennandi félag.
Nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar funduðu í gær til að ræða stöðuna og segir Fréttablaðið að Matt Ridley, ráðgjafi sem starfaði áður hjá J.P. Morgan fjárfestingabankanum, hafi einnig setið fundinn. Hann var einn helsti ráðgjafa stjórnvalda í kjölfar bankahrunsins.