Flugvél WOW air, TF-PRO hefur verið kyrrsett af leigusala hennar á flugvellinum í Montreal, að sögn mbl.is.
Vélin átti að flytja farþega til Íslands í gærkvöldi, en farþegum var tilkynnt að fresta yrði fluginu vegna vélabilunar. Farþegar voru fluttir á hótel og mun önnur vél WOW hafa verið sent til Montreal í nótt.
Mbl.is segir að Wow air hafi misst nýtingarréttinn á TF-PRO vegna brota á samningsskilmálum við eigandann, Jin Shan 20 Ireland Company Limited. Eigandinn hafi þegar ráðstafað vélinni í önnur verkefni.