fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Verkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti – Sólveig býst við verkfallsbrotum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. mars 2019 07:50

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti. Það nær til starfsfólks á hótelum og hópferðafyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist vona að ekki komi til átaka en hún telji að því miður virðist einhverjir ætla að fremja það sem Efling skilgreinir sem verkfallsbrot.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara. Átti fundurinn að standa í eina klukkustund en hann hófst klukkan tíu. Hann stóð fram yfir klukkan 19. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað kom fram á fundinum þar sem málsaðilar mega ekki tjá sig um það.

Haft er eftir Sólveigu Önnu að Efling og VR verði að einhverju leyti með sameiginlega verkfallsvörslu í dag. Farið verði á milli hótela og einnig verði litið eftir hópferðabílum.

„Ég myndi ekki segja að ég væri sannfærð um það að dagurinn muni ganga eitthvað snurðulaust fyrir sig. Það er alls ekki tilfinningin sem ég er með. Ég reikna með því að okkur muni berast ýmsar fregnir af alls konar rugli og vitleysu.“

Sagði Sólveig Anna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg