fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. mars 2019 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er hvimleitt að hlusta á síendurtekið þus frá Þórarni Ævarssyni, bakara og framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi,“ segir Steinþór Jónsson bakari. Steinþór er ósáttur við Þórarin sem vakti athygli á dögunum með erindi á ráðstefnu Alþýðusambands Íslands. Umfjöllunarefni hans var hátt matvælaverð á Íslandi.

Þórarinn, sem er sjálfur bakari, gagnrýndi meðal annars íslenska veitingastaði og bakarí og sagði mörg fyrirtæki sem selja veitingar vera á miklum villigötum. Sagði hann að lausnin að því að bæta afkomu felist ekki í því að hækka verð, og fæla þannig burtu viðskiptavini, heldur frekar í því að lækka verð, því þannig megi fjölga viðskiptavinum.

Sjá einnig: Þórarinn ósáttur: „Ég er frekar orðljótur, ég segi hlutina sem blasa við mér […] Þetta er svo yfirgengilegt“

„Sakar allt og alla um okurverðlagningu“

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag má sjá að Steinþór líti svo á að Þórarinn sé að ráðast að þeim sem hann er í samkeppni við.

„Sakar allt og alla um okurverðlagningu og græðgi. Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum, baráttu hans við gráðugu stjórnarmennina sem hann vann fyrir hér áður og sigrum hans í viðleitni sinni til að lækka verð á vörum þess fyrirtækis er honum var treyst fyrir. Hvernig hann „fann upp“ það að gefa helmingsafslátt fjórar vikur ársins en viðhalda síðan „okurverðinu“ hinar 48 vikur ársins! Þetta eru engin ný sannindi og „uppfinning“ Þórarins er bara markaðssetning og gerð til að ná til neytandans í samkeppni. Þetta virkaði það vel að bæði neytendurnir og fyrirtækið sem hann vann fyrir gerðu góð viðskipti.“

Maðurinn á bak við Megaviku

Í erindi sínu sagði Þórarinn meðal annars frá því að hann hafi átt hugmyndina að einni farsælustu markaðsherferð landsins, Megaviku Dominos. Til að byrja með hafi um 15 þúsund viðbótarpizzur selst til viðbótar við venjulegu söluna. Megavikan var endurtekin fjórum sinnum á ári, en þegar Þórarinn lét af störfum voru umframpizzurnar orðnar 50 þúsund. Þá sagði hann að innan stjórnar Dominos hafi verið hatrammar deilur um verðlagninguna; sumir hafi viljað hækka verðið, því hagnaður á hverja pizzu fór minnkandi, en horft hafi verið framhjá því að magnið sem selt var jókst stöðugt.

„Röksemdin var kunnugleg: Það er rými fyrir hækkun, jafnvel þó á því sé ekki þörf. Ég þráaðist við og stóðst þær sóknir hækkunnarsinna, sem skildu ekki fegurðina í einfaldleikanum, töfrana við að halda sig við 1000 krónur,“ sagði Þórarinn.

Sjá einnig: Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Steinþór heldur áfram að gagnrýna Þórarin í grein sinni.

„Uppfinningamaðurinn Þórarinn var ekki hættur að finna upp (raf)hjólið. Trixið sem hann „fann upp“ til að fá fólk til að koma og versla í megabyggingunni í Garðabæ hefur snúist um það að hafa endalausa megaviku í matsölu húsgagnaverslunarinnar. Hefur það lukkast með slíkum ágætum að fyrirtækið hefur hagnast það vel að það getur bæði greitt Þórarni „ofurlaun“ og eigendum hundruð milljóna í arð.“

Frekari lækkanir á leiðinni hjá IKEA?

Steinþór segir að erfitt sé að gagnrýna þá sem ná því að hagnast vel og bjóða lágt verð á sama tíma. Það sé sannarlega til fyrirmyndar.

„Það hljóta frekari lækkanir að vera á leiðinni í Garðabæ, svona miðað við „uppfinningar“ fortíðar. Það er í hæsta máta ómaklegt að vega að þeim sem af veikum mætti reyna að halda úti smárekstri í samkeppni við „mega“ fyrirtækið IKEA. Bæði það að fyrirtækið er í eigu afar fjársterkra aðila og síðan nýtur matvælaframeiðsla og sala IKEA þess að samnýta bæði fjármagn, húsnæði og starfsfólk. Auk þess eru veitingamenn og bakarí oftar en ekki með fjölbreyttari mat/bakkelsi en það einfalda úrval er IKEA býður upp á. Sérstaklega er ódýrt að koma fram og tiltaka verð á einhverjum hráefnum eða kostnaði hráefna einstakra vara og bera síðan saman við endanlegt söluverð. Handvalið af Þórarni til að valda sem mestri vandlætingu og hneykslan þess er á hlýðir.“

Steinþór endar grein sína á þeim orðum að staðreyndin sé sú að rekstrarkostnaður minni fyrirtækja, þá sérstaklega sá þáttur sem lítur að launakostnaði, sé hærri hlutfallslega en stórfyrirtækja sem, eins og Steinþór segir, kjósa að fara út fyrir sérsvið sitt og hefja matvælaframreiðslu og veitingarekstur.

„IKEA á Íslandi er stór fiskur í þeirri litlu tjörn er Ísland er. Ég bið að lokum lesanda um að velta því fyrir hvert hráefnisverð bókahillunnar BILLY er og hvort miðað við endanlegt söluverð sé um að ræða okur og græðgi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Í gær

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“
Fréttir
Í gær

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings
Fréttir
Í gær

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“