fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fréttir

Íslenskur MMA-bardagakappi sagður hafa barið mann til óbóta á SPOT

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. mars 2019 09:04

Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MMA-bardagakappi var handtekinn fyrir alvarlega líkamsárás um síðustu helgi. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi og var árásarmaðurinn handtekinn á vettvangi. Fjölmörg vitni voru að árásinni og hlaut fórnarlambið margvíslega áverka. Árásarmaðurinn á nokkra bardaga að baki erlendis sem áhugamaður í MMA.

Fjölmörg vitni að árásinni

Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 10. mars síðastliðinn við skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi, eins og áður segir. Þá voru gestir að streyma út af fjölmennu balli þar sem landsþekktir listamenn, Páll Óskar og Jói Pé og Króli tróðu upp. Samkvæmt heimildum DV var árásin tilefnislaus með öllu en árásarmaðurinn réðst til atlögu í reykrými beint fyrir utan skemmtistaðinn. Hann lét höggin dynja á fórnarlambinu og hlaut sá margvíslega áverka, meðal annars kjálka- og kinnbeinsbrot. Fjölmörg vitni voru að árásinni og var þeim verulega brugðið.

Mun berjast á Bretlandseyjum í apríl

Lögreglan var kölluð á vettvang rétt fyrir fjögur og var bardagakappinn handtekinn á vettvangi. Hann var látinn dúsa í fangageymslu lögreglu þar til daginn eftir og þá var tekin af honum skýrsla. Reiknað er með að hann verði ákærður fyrir alvarlega líkamsárás á næstunni og gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.

Umræddur bardagakappi á að baki nokkra bardaga í blönduðum bardagaíþróttum á erlendri grundu. Árangurinn hans hefur verið með ágætum hingað til og er ráðgert að hann muni aftur stíga í hringinn í Bretlandseyjum um miðjan apríl.

DV hefur þó heimildir fyrir því að hann sé ekki vel liðinn innan MMA-samfélagsins á Íslandi og hafi átt þar í ítrekuðum útistöðum við aðra iðkendur. Meðal annars fyrir hrottafengna framgöngu. Þannig æfir umræddur einstaklingur á eigin vegum og er ekki innan vébanda hinna þriggja bardagafélaga á höfuðborgarsvæðinu, Mjölnis, RVK MMA og VBC MMA íþróttafélags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins