Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tilkynnt hver tekið við embætti Sigríðar Á. Andersen sem dómsmálaráðherra, en hún sagði af sér í gær vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara í Landsrétt. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gísladóttir tekur tímabundið við embættinu og bætist það við núverandi verkefni hennar sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.
Bjarni sér ekki fram á að Sigríður snúi aftur í embættið á næstunni en það komi vel til greina síðar á kjörtímabilinu. Allt sé opið hvað það varðar en hann geti ekki svarað fyrir það núna.
Aðspurður hvort þetta sé ekki of mikið fyrir Þórdísi ofan í önnur verkefni sagði Bjarni að Þórdísi treysti sér vel til að bæta þessum embættisskyldum á sig.
Þetta kom fram í viðtali RÚV við Bjarna í aukafréttatíma.