fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Sigríður Andersen segir af sér

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2019 15:00

Sigríður Á. Andersen,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Andrersen hefur ákveðið að segja af sér sem dómsmálaráðherra á meðan áfrýjunarferli dóms Mannréttindadómstóls Evrópu gegn ríkinu stendur yfir. Sjálf hefur hún sagt að hún stígi til hliðar. Sigríður boðaði til blaðamannafundar með stuttum fyrirvara í dómsmálaráðuneytinu nú klukkan 14:30. Þar tilkynnti hún afsögn sína sem dómsmálaráðherra.

Fjölmargir hafa farið fram á Sigríður segi af sér sem ráðherra eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því á þriðjudag að dómaraskipan hennar í Landsréttarmálinu hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans, er fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.

Sigríður skipaði 15 dómara við hinn nýja Landsrétt árið 2017. Fjórir dómaranna sem metnir voru hæfir af hæfnisnefnd voru ekki skipaðir af Sigríði, og leituðu þeir allir réttar síns og unnu mál sitt.

Þegar Landsréttur tók til starfa lagði lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson fram þá kröfu fyrir hönd síns skjólstæðings, að einn dómari, Arnfríður Einarsdóttur, sem skipuð var af dómsmálaráðherra í stað eins ofangreindra fjórmenninga, yrði dæmd vanhæf vegna skipunarinnar.

Þeirri kröfu var hafnað en var sú ákvörðun kærð til Hæstaréttar, sem staðfesti dóm Landsréttar. Því leitaði Vilhjálmur til Mannréttindadómsstólsins, sem hefur nú staðfest að dómaraskipan Sigríðar var ekki réttmæt.

Ríkið hefur þrjá mánuði til að ákveða hvort málið verði tekið upp að nýju fyrir Mannréttindadómstólnum eða hvort unað verður við dóminn.

Þakkaði tillitsemi vegna fráfalls móður hennar

Sigríður hóf fundinn á því að þakka blaðamönnum fyrir tillitsemi í gær en hún dró sig þá í hlé vegna fráfalls móður hennar á mánudag. Sigíður rifjaði upp að henni hafi verið ljóst á sínum tíma að sjónarmið hæfisnefndar og Alþingis um skipan dómara í Landsréttinn, hið nýja dómstig, fóru ekki saman og þurfti hún því að koma með málamiðlun. Hún lagði til við Alþingi nöfn 15 hæfra einstaklinga til að verða skipaðir dómarar. Hún vildi árétta að enginn dómur hefði komist að þeirri niðurstöðu að þessir dómarar sem skipaðir voru séu ekki hæfir, né að hinir fjórir sem ekki voru skipaðir en nefndin gerði tillögu um, hafi verið hæfari.

Sigríður nefndi einnig að allar þrjár greinar ríkisvaldsins hafi komið að skipan dómaranna, framkvæmdavalda, löggjafarvald og dómsvald. Dómi hæstaréttar vegna skipunarinnar var skotið til Mannréttindadómstólsins. Sigríður segir að ekkert mál sem hafi farið til Mannréttindadómstólsins hafi haft viðlíka stuðning ríkisvaldsins hér á landi. Meðal annars hafi forsetinn rannsakað málsmeðferð Alþingis og talið hana samkvæmt lögum. Sagði Sigríður að dómurinn hafi komið mjög á óvart, ekki bara henni heldur lagasérfræðingum einnig. Mannréttindadómstóllinn gangi vanalega út frá því að það sé ríkjum í sjálfsvald sett að túlka eigin lög.

Telur að persóna hennar geti truflað framgang málsins

Sigríður sagði að dómurinn fyndi mjög að málsmeðferð Alþingis, meðal annars að ekki hafi verið greidd atkvæði um hæfi hvers dómara fyrir sig heldur allra í einu. Dómstóllin hafi hins vegar ekki skoðað sérstaklega þá spurningu sem lögð var fyrir hann – hvort viðkomandi sakborningur hafi hlotið réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Ekki hafi verið tekin afstaða til þess. Sératkvæði sem greitt var við dóminn sé sérlega áhugavert.

Sigríður vakti athygli á því að niðurstöður Mannréttindadómstólsins séu ekki bindandi fyrir þjóðríkin. Ísland hafi þó skuldbundið sig til að framfylgja niðurstöðum dómsins í vissum efnum, til dæmis varðandi skaðabætur en þeim er ekki til að dreifa í þessu máli. Skipan dómaranna í Landsrétti sé því enn lögleg. Skipan dómara sé flókin og hafi oft valdið ólgu og ágreiningi í samfélagi.  Hún hafi sjálf unnið að málinu í breiðri sátt og af gegnsæi.

Persóna hennar kunni hins vegar að trufla þær ákvarðarnir sem mögulega þarf að taka í málinu. Þrátt fyrir að hún kunni að vera ósammála dómnum þá sér henni annt um að ekki sé grafið undan trúverðugleika dómstólanna. Hún muni ekki láta það átölulaust að dómstólar verði notaðir í pólitískum tilgangi.

Sigríður segist hafa margt um málið að segja og telur að betur fari á því að hún segi ekki frá því á meðan hún er í embætti. Leggur hún til að dómnum verið skotið til yfirréttar en á meðan því máli vindi áfram þá sé æskilegt að annar verði í forsvari.

Í viðtölum eftir ávarp sitt sagði Sigríður að ákvörðunin hefði verið hennar algjörlega og hún hafi ekki verið undir þrýstingi forsætisráðherra eða formanns Sjálfstæðisflokksins.

Á þessari stundu er fullkomlega óljóst hve lengi Sigríður verður frá störfum sem dómsmálaráðherra og hver tekur við embættinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt