Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, er ekki hrifinn af mótmælaaðgerðum hælisleitenda og stuðningsmanna þeirra fyrir utan Alþingishúsið og lögreglustöðina á Hlemmi undanfarið. Ólafur tók mynd af mótmælunum í dag og skrifaði stutta færslu á Faccebook þar sem hann áréttar mikilvægi þess að semja sig að siðum heimalandsins. Færslan er eftirfarandi:
„Svona blasti Austurvöllur við um kl. 18 í dag. Stend með lögreglumönnum okkar og þakka þeim störf þeirra. Þegar ég kom sem námsmaður til Bretlands taldi ég mig þurfa að semja mig að siðum og venjum í gistilandinu. Aldrei hefði ég talað með ógnandi hætti til lögregluþjóns. Miðaldra maður sagði við mig: Senda þetta fólk úr landi med det samme. Ætli viðhorf fólks almennt speglist ekki í þessum orðum?“