fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Uppsagnir og tryggingar er meðal helstu deilumála leigjenda og leigusala

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1095 erindi bárust Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna á síðasta ári. Þetta er töluverð fækkun frá seinustu árum. Samkvæmt ársskýrslu Leigjendaaðstoðarinnar má rekja þessa fækkun til breytinga á verklagi hjá samtökunum en nú er aðeins eitt mál skráð á hvern leigjanda hvort sem hann hafi samband einu sinni eða oftar vegna sama máls. Með þessari breytingu telja samtökin að tölurnar endurspegli betur raunverulegan fjölda þeirra leigjenda sem nýta sér þjónustuna.

Starfsmenn telja að álag og fjöldi fyrirspurna sé með svipuðum hætti og árið 2017.  Hins vegar hafa fyrirspurnirnar verið þyngri og yfirgripsmeiri en það er talið skýrast af því að leigjendur eru í dag eru meira meðvitaðir um réttindi sín.

Langflest erindi bárust í nóvember, eða 144 og vörðuð flest þau mál endurgreiðslu á tryggingafé, en algengt er að leigusamningum ljúki á  haustin og hefur leigusali fjórar vikur eftir að samningi lýkur til að endurgreiða trygginguna.

Algengara er að konur leiti til samtakanna en karlar eða 56% konur gegn 44% körlum. Þjónusta Leigjendaaðstoðarinnar er ætluð leigjendum en einnig hafa leigusalar leitað til þeirra og eykst það á milli ára. Leigusalar voru 12% þeirra sem leituðu til samtakanna árið 2018.

Ef skipting erinda eftir flokkum er skoðuð þá sést að algengast er að fyrirspurnir teljist tli „annara fyrirspurna“ en í þann flokk falla til dæmis fyrirspurnir sem varða marga mismunandi flokka, eða erindi sem heyra ekki undir aðra flokka.

Af einstaka flokkum er algengast að fyrirspurnir varði uppsagnir á leigusamningur eða tryggingafé.

Í skýrslunni er tekið tvö dæmi um mál sem Leigjendaaðstoðin hefur haft milligöngu í:

„Í einu málanna hafði ungur leigjandi, nýorðinn lögráða og að stíga sín fyrstu skref á leigumarkaði, skrifað undir úttektarskjal frá starfsmanni leigusala án þess að átta sig á efni þess. Kom í ljós að hann hafði samþykkt áætlaðan þrifa- og málningarkostnað að fjárhæð 172.000 kr. Leigjendaaðstoðin annaðist milligöngu í máli leigjanda og komst í kjölfar á samkomulag milli aðila með umtalsvert lægri kostnaði. Leigjandinn kom nokkrum sinnum á skrifstofu aðstoðarinnar og fékk aðstoð við að skrifa tölvupóst og undirbúa mál sitt. Í framhaldi voru einnig samskipti í gegnum síma og tölvupóst. Málið tók tæpar tvær vikur í meðferð þar til niðurstaða fékkst og unnu lögfræðingar Leigjendaaðstoðarinnar að því í samtals 6 klukkustundir.

Annað mál varðaði erlendan leigjanda sem fór ásamt fjölskyldu sinni í sumarfrí til heimalands síns. Þegar að heim var komið barst honum tilkynning frá leigusala þess efnis að eignin yrði seld á nauðungarsölu og að hann þyrfti að fara út sem allra fyrst. Eftir að leigjandi hafði skilað eigninni hafnaði leigusali því að endurgreiða honum tryggingarféð. Ítrekaðar milligöngutilraunir skiluðu ekki tilætluðum árangri og Leigjendaaðstoðin undirbjó málsgögn fyrir kærunefnd húsamála sem komst að þeirri niðurstöðu að leigusala bæri að endurgreiða tryggingarféð að fullu. Málið var rúma sex mánuði í vinnslu og vörðu starfmenn samtals 14 klukkustundum í það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni
Fréttir
Í gær

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“