fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Starfsmenn sagðir flýja kynlífstækjabúð Gerðar: „Fólk kvíðir því að mæta í vinnu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. mars 2019 12:55

Gerður Arinbjarnardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Andrúmsloftið er vægast sagt slæmt og fólk kvíðir því að mæta í vinnu. Við höfum verið settar í þá stöðu að svara fyrir okkur á persónulegum nótum á vinnutíma.“ Þetta segir starfsmaður kynlífstækjabúðarinnar Blush.is í samtali við Stundina. Þar er fullyrt að fimm af sjö starfsmönnum búðarinnar hafi undanfarið sagt upp störfum. Búðin er í eigu Gerðar Huld Arinbjarnardóttur.

Samkvæmt Stundinni snýst ósætti starfsmanna fyrst og fremst um kjaramál, starfsmenn fá ekki greitt fyrir matartíma og hafa ekki fengið ráðningarsamning þó þeir hafi unnið þar lengi. „Þegar við ræddum matartímana á starfsmannafundinum, var tillaga Gerðar að stytta vaktirnar okkar þannig að enginn ætti rétt á greiddu matarhléi og með því lækka starfshlutfall og um leið launin okkar,“ er haft eftir einum starfsmannanna.

Annar starfsmaður lýsir því að Gerður áreiti starfsfólk. „Hún virðist alltaf koma af fjöllum þegar athugasemdir eru gerðar. Ef ákveðin atvik eru nefnd segir Gerður þau einfaldlega ekki hafa gerst og þar fram eftir götunum. Maður veit aldrei hvar maður hefur hana. Hún talar niður til starfsfólks. Hún hefur hringt reið í starfsfólk af óréttmætum tilefnum og biðst aldrei afsökunar. Ég skil vel að starfsmenn leiti ekki til hennar þegar þetta eru sögurnar sem þeir heyra,“ segir sá.

Gerður kom af fjöllum þegar Stundin lagði þetta undir hana. „Það segir sig sjálft að ef fólk er óánægt með eitthvað þá þarf að ræða það svo það sé hægt að bregðast við og skapa það vinnuumhverfi sem fólki líður vel með. Ef ekkert er sagt þá er erfitt að vita hvað þarf að laga og bæta,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhannes stjörnunuddari gjaldþrota

Jóhannes stjörnunuddari gjaldþrota
Fréttir
Í gær

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum