fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Nara Walker: „Engin kona ein. Ég stend með ykkur!“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2019 10:22

Nara Walker

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nara Walker hefur gefið frá sér opið bréf í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna.  Í bréfinu fagnar hún þeim árangri sem hefur unnist í jafnréttisbaráttunni og hafnar þögn sem viðbrögðum við  heimilisofbeldi. Hún hvetur konur til að standa saman, skila skömminni og rjúfa þögnina.

„Sögur okkar verða raddir okkar. Tímabært að raddir okkar heyrist.“

Nara Walker afplánar nú refsidóm í fangelsinu við Hólmsheiði. Hún var dæmd fyrir líkamsárás og stórfellt ofbeldi í nánu sambandi eftir að hafa veist að eiginmanni sínum og meðal annars bitið hluta tungu hans af.  Hún hefur alltaf haldið því fram að hún hafi verið þolandi langvarandi heimilisofbeldis, og að hún hafi bitið tunguna úr honum eftir að hann, meðal annars, tróð henni upp í hana án hennar samþykkis. Hátt í þrjátíu manneskjur mættu fyrir utan fangelsið þegar Nara hóf afplánun í mótmælaskyni, en dómurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að taka ekki mið af því að Nara  hafi verið þolandi heimilisofbeldis og að um sjálfsvörn hafi verið að ræða.

Sjá einnig: Beit tunguna úr eiginmanni sínum: Föst á Íslandi og borða hjá Hjálpræðishernum – Ég ætlaði aldrei að meiða neinn

Hér er yfirlýsingin í heild sinni: 

Opið bréf á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Í dag stöndum við saman og höldum baráttunni áfram. Óháð löndum, landamærum og tungutaki deilum við samhljóm breytinga. Við fögnum þeim árangri sem náðst hefur, minnumst kvennanna sem lögðu grunninn og bjuggu til vettvang fyrir rödd okkar á þessum degi.

Ég hafna þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi. Sögur okkar verða raddir okkar. Tímabært er að raddir okkar heyrist. Látum þær hljóma hærra en nokkru sinni fyrr; fyrir konur sem látið hafa lífið, fyrir konur sem enn lifa lífi sínu í skugga óttans, fyrir börn þeirra og komandi kynslóðir. Með samstöðunni lyftum við hver annarri og skilum skömminni. Stöndum saman á þessum degi og rjúfum þögnina.

Engin kona ein. Ég stend með ykkur!

Nara Walker

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru fjórir ráðherrar Viðreisnar

Þetta eru fjórir ráðherrar Viðreisnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“