fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fréttir

Tugir undir eftirliti vegna gruns um mislingasmit

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. mars 2019 08:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin ný mislingatilfelli greindust í gær en Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að heilbrigðisyfirvöld fylgist nú með tugum einstaklinga sem gætu hafa smitast á síðustu dögum.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Fram kemur að bóluefni gegn mislingum muni að öllum líkindum ekki klárast hér á landi áður en ný sending berst til landsins. Margir hringdu í Læknavaktina í gær og voru flestir að spyrjast fyrir og afla sér upplýsinga.

„Við erum að vakta nokkra tugi einstaklinga, bæði í höfuðborginni og á Austurlandi, sem talið er að geti hafa smitast af mislingum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort einhverjir þeirra séu smitaðir.“

Hefur Fréttablaðið eftir Þórólfi.

Fram kemur að ekki sé auðvelt að finna út hvort fullorðið fólk er bólusett fyrir mislingum því rafræn skráning bólusetninga hófst ekki fyrr en fyrir nokkrum árum. Af þeim sökum þurfa fullorðnir að skoða bólusetningaskrá sína en hana er að finna hjá grunnskóla þeirra, heilsugæslustöðinni þeirra (þegar fólk var á barnsaldri) eða jafnvel hjá foreldrum. Fréttablaðið segir að samkvæmt upplýsingum frá Læknavaktinni þá sé óhætt að bólusetja fólk við mislingum ef vafi leiki á hvort það sé bólusett, jafnvel þótt það hafi verið bólusett áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“
Fréttir
Í gær

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu
Fréttir
Í gær

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina