fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Neyðarfundur hjá sóttvarnarlækni vegna mislingatilfella – Mesti fjöldi tilfella síðan 1977 – Mikill viðbúnaður á Landspítalanum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 07:40

Bólusetning veitir góða vernd gegn þessum lífshættulega sjúkdómi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu dögum hefur verið staðfest að fjórir eru smitaðir af mislingum hér á landi. Smitin eru rakin til erlends smitbera sem flaug með flugvél Icelandair til landins þann 14. febrúar síðastliðinn og síðan áfram til Egilsstaða næsta dag.  Ekki hafa greinst fleiri mislingasmit samtímis hér á landi síðan 1977. Neyðarfundur var hjá sóttvarnarlækni í gær vegna stöðunnar og Landspítalinn er með mikinn viðbúnað.

Mislingar eru bráðsmitandi. Á árunum 1998 til 2017 greindust aðeins þrjú tilfelli mislinga hér á landi. Fjögur smit á skömmum tíma eru því mikil breyting. Fréttablaðið skýrir frá þessu.

Blaðið hefur eftir Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnarlækni, að unnið sé að því að lágmarka líkurnar á að fleiri smitist.

„Nú er unnið eftir ákveðnu verklagi en eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að lítill faraldur sé í vændum. Það gerist hins vegar að smitberi kemur til landsins sem sýnir okkur bæði hversu smitandi mislingar eru og hversu mikilvægt sé að sem flestir séu bólusettir fyrir mislingum.”

Er haft eftir honum.

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækni bráðadeildar Landspítalans, sagði að sóttvarnarlæknir stýri nú aðgerðum til að bregðast við og takmarka útbreiðslu sjúkdómsins.

”Ung börn að átján mánaða aldri auk þeirra sem ekki hafa verið bólusettir eru útsett fyrir þessari veirusýkingu. Við getum vel tekist á við svona mál en svo gæti farið að plássleysi valdi okkur einhverjum erfiðleikum ef margir smitast.“

Sagði Jón.

Eins og fram kom í fréttum í gær þá er annað barnanna, sem greindist með mislingasmit, á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Önnur börn á þessum leikskóla, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið fyrirskipað að halda sig heima næstu tvær vikurnar og rúmlega það og eiga eins lítil samskipti við annað fólk og hægt er.

Bólusetningar við mislingum hefjast við átján mánaða aldur hér á landi og því hafa ung börn litla vörn gegn sjúkdómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík