Í síðustu viku hjólaði maður aftan á mann í gönguferð á göngustíg úti við Gróttu á Seltjarnarnesi. Samkvæmt heimildum úr Facebook-hópi íbúa á Seltjarnarnesi var hjólreiðarmaðurinn á yfir 30 km hraða og varð hinn gangandi fyrir nokkrum meiðslum. Hefur hann kært atvikið til lögreglu og mun málið vera meðhöndlað sem líkamsárás. Göngustígurinn þar sem atvikið átti sér stað er mjór og er ekki talinn rúma í einu umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks.