fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Vændiskona skammar íslenskar konur: „Mun aldrei biðjast afsökunar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Catalina Ncogo

Hæstiréttur dæmdi Catalinu í júní 2010 í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmist brot, þar á meðal fyrir hórmang. Hún var ein ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeirri ákæru. Hún lauk afplánun árið 2011. Fréttablaðið greindi frá því um helgina að Catalina hefði opnað sig á Snapchat. Þar hélt um fram að hún hefði ekki vitað að hún mætti ekki stunda hórmang á Íslandi á þessum tíma. Þá sagði Catalina einnig:

„Ég vil vera hóra og er góð hóra. Enginn dró mig inn í þennan heim. Ég valdi þetta. Vitið þið hvað ég þéna mikla peninga?“ Þá bætti hún við að hún borgi konum laun fyrir að stunda vændi.

Catalina hefur í dag haldið áfram að tjá sig um vændi, útlistar þar hvernig það sé að hluta að vera vændiskona og þá talar hún til íslenskra kvenna um að það sé ekki hægt að gera hana að sökudólg ef eiginmaðurinn, sambýlismaður eða kærasti hafi samband við hana með vændi í huga. Catalina segir:

„Ég ætla að segja ykkur frá þessu svo þið getið myndað ykkur skoðanir og reiknað þetta út sjálf. Hlustið á mig,“ segir Catalina og heldur áfram:

„Þegar við vöknum á morgnanna, hefjum við störf klukkan átta og vinnum til hádegis. Við rukkum tímagjald, 30 þúsund krónur fyrir einn klukkutíma, eins og þið líklega vitið.  Frá 8-12 afgreiðum við strax um sex kúnna. Þið getið bara reiknað það, 30 þúsund krónur á tímann sinnum sex fyrir þetta tímabil. Síðan tekurðu pásu. Þú ferð í ræktina, þú tekur til heima hjá þér. Þú gerir það sem þú þarft að gera. Tekur pásu. Um klukkan 21 byrjar þú aftur. Þú verður að hitta allavega sjö kúnna. Ef þú rukkar 30 þúsund á klukkutíma, þú ert þegar búinn að þéna frá 8-12 um morguninn, svo tekurðu pásu og núna byrjarðu aftur níu til þrjú, hittir svo sjö kúnna. Þú rukkar á klukkutímann svo hvað heldurðu að þú þénir á einum degi? Jú, mikinn pening,“

segir Catalina en minnist ekki á hinar myrku hliðar sem er að finna í vændisheiminum, misnotkun, kúgun ofbeldi, mansal og þrælahald en mörg dæmi eru um að konur grípi til þeirrar neyðar að selja líkama sinn til að eiga mat fyrir börnum sínum. Nýverið tók DV viðtal við Guðrúnu Sigríði Sæmundsen vegna bókar sem gaf innsýn inn heim vændis í Hollandi en Guðrún notaði gögn og vitnisburð fyrrverandi vændiskvenna. Meðal gagna voru skýrsla frá Evrópuþinginu um reynslu af lögleiðingu vændis.Í bókinni eru birtar skelfilegar lýsingar á hlutskipti vændiskvenna og því ofbeldi sem þær eru beittar. Ýmsar tegundir vændis eru skoðaðar sem og bakgrunnur vændiskvenna. Meðal skelfilegra lýsinga í bókinni er sena úr svokölluðu nauðgunarpartý. Þar safnast saman 20 karlmenn, flestir giftir níðast á einni vændiskonu.

„Enginn neyðir einn né neinn til að gera þetta. Þetta snýst allt um peninga. Það eru miklir peningar í þessum bransa. Auðfengnir peningar,“ heldur Catalina áfram:

„Mikill peningur í þessum bransa, það er mjög erfitt fyrir fólk að biðja aðra um að gera þetta. Fólk gerir þetta, hringir þessi sérstöku símtöl, því það er markaður fyrir þetta allan sólarhringinn. Sama hvar þú ert. Þetta fólk er alltaf til staðar.“

Talar til íslenskra kvenna

„Ég vil segja nokkuð um þær konur sem hata okkur. Þegar kúnninn kemur, góður og myndarlegur, fullkominn á pappírum, Range Rover, Porsche eða þess háttar,  í góðu starfi, á kannski fyrirtæki eða hverjir sem þeir eru,“ segir Catalina og heldur áfram: „Þeir koma til okkar á morgnanna. Þeir skemmta sér, við tökum vel á móti þeim. Við erum góðar við þá. Þegar þeir eru búnir að leika sér með okkur fara þeir í sturtu, klæða sig, setjast aftur upp í flotta bílinn sinn, Porsche-inn eða hvað sem þeir keyra, og klukkan fjögur þegar þeir eru búnir í vinnunni þá fara þeir heim til eiginkvennanna. Kyssa eiginkonuna, borða mat með fjölskyldunni. Greyið konan hefur ekki hugmynd um hvar maðurinn hennar hefur verið.“

Búa með djöflinum

Vændi er að finna víða í Reykjavík

Catalina heldur svo áfram að tjá sig og beinir orðum sínum til kvenna sem eiga menn sem hafa keypt vændi og kenna henni um.

„Þið hringið í okkur? Þið eruð á móti mér? Það eruð þið sem búið með djöflinum, þetta var eiginmaðurinn þinn, ekki ég,“ segir Catalina.

„Ég er bara að vinna mína vinnu. Ég er að þjónusta, ég leita ekki af þeim. Ég hringi ekki í þá. Þeir hringja í mig. Þeir hringja í mig. Það eina sem ég geri er að svara í símann og segi:

„Já eða Nei.“ Ég mun aldrei biðjast afsökunar. Aldrei biðjast afsökunar á því að svara í minn eigin síma. Það er það eina sem ég geri, svara í símann minn.“

Hún ítrekar að hún sé ekki að leita að karlmönnum, þeir séu að leita að henni. Þeir hringi í hana.

„Svo ég mun aldrei biðjast afsökunar á þessu,“ segir Catalina og bætir við: „Þið hafið engan rétt á að senda mér skilaboð og segja:

„Eiginmaðurinn minn sagði þetta og hitt, ég sá símanúmerið þitt í símaskránni hjá manninum mínum“.

„Það ert þú sem ert gift honum Ég hef ekkert um þetta að segja, ég er ekki gift honum. Þetta er þitt vandamál, ekki mitt. Svo ég nenni ekki að hlusta á þessa vitleysu. Og ég mun aldrei biðjast afsökunar, ég mun aldrei skammast mín fyrir þetta,“ segir Catalina og endar skilaboðin til íslenskra kvenna á þennan hátt: „Ég leita aldrei af mönnum, ég þarf þess ekki, þeir eru að leita af mér. Þeir eru að hringja í mig. Ég svara í símann minn, því þetta er minn eigin sími. Svo ekki kenna mér um ykkar vandamál, takk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snilldarráðið sem sigraði heimsbyggðina – Svona „eignast“ þú 111.000 krónur „aukalega“

Snilldarráðið sem sigraði heimsbyggðina – Svona „eignast“ þú 111.000 krónur „aukalega“
Fréttir
Í gær

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir mikla óvissu um Evrópumálin hjá nýrri ríkisstjórn

Segir mikla óvissu um Evrópumálin hjá nýrri ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu