fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Guðfaðir bjórsins á Íslandi heiðraður í Bjórskólanum – Lét tollinn ekki segja sér fyrir verkum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 1. mars 2019 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1989 var stór ár fyrir Íslensku þjóðina. Þann 1. mars það ár var bjórbanninu, sem gilt hafði í rúm sjötíu ár, loksins aflétt. Haldið verður upp á 30 ára afmæli bjórsins á Íslandi um  helgina.

Mynd DV frá mars 1984

Kaflaskil urðu þó í íslenskum bjórmálum þegar Davíð Scheving Thorsteinsson, stundum kallaður guðfaðir bjórsins á Íslandi, varpaði ljósi á ósanngjarnar reglur sem heimiluðu starfsmönnum flugvélaga og skipafélaga einum að kaupa bjór í Fríhöfninni. Hann var heiðursgestur í bjórskóla Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar í dag.

Það var í ársbyrjun 1980 þegar Davíð snéri heim úr ferðalagi erlendis. Á þeim tíma var áhöfnum flugvéla heimilt að versla bjór í Fríhöfninni. Þetta þótti Davíð ósanngjarnt og taldi það ósamrýmanlegt stjórnarskránni.

Í Fríhöfninni sá Davíð hvar starfsmenn flugfélaga versluðu kassa af bjór. Flugfélagið var hlutafélag, Davíð starfaði sjálfur hjá hlutafélagi og átti bágt með að skilja hvers vegna mönnum væri mismunað eftir því hvaða hlutafélagi þeir störfuðu hjá.

„Afgreiðslumaður Fríhafnarinnar sagði mér að þetta væri aðeins fyrir áhafnir, og ég spurði þá hvort ekki hværi sama hjá hvaða hlutafélagi maður starfaði. Hann brást mjög kurteisilega við þessari spurningu minni og seldi mér bjórkassann,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið í janúar 1980.

Morgunblaðið 1980

Davíð setti kassann ofan á tösku sína og freistaði þess að fá kassann með sér út úr flugstöðinni. Hann gekk til tollvarðar og tilynnti honum að hann ætlaði að fá kassann með sér heim. Honum var vísað til yfirtollvarðar sem tók af honum kassann og bauð honum að gera utanréttarsátt um brotið. Því hafnaði Davíð.

„Þess í stað gerði ég kröfu um að  mér yrði afhentur kassinn. Það gekk þó ekki, kassinn var af mér tekinn, og ég fór í gegn án þess að hafa nokkurt áfengi meðferðis, þar sem ég keypti mér ekkert annað áfengi í Fríhöfninni.

Bíð ég nú eftir að fá þennan kassa afhentan, með dómi ef ekki vill betur til.“

Í kjölfarið var reglum breytt á þá leið að öllum ferðamönnum var gert heimilt að flytja bjórkassa til landsins. Það er gátu verslað 12 bjórflöskur í Fríhöfninni. Þegar tilkynnt var um fyrirhugaða reglugerðarbreytingu sagði Davíð:

„Ég er ekki ánægður fyrir mína hönd, heldur allrar þjóðarinnar með að þessu ranglæti sé aflétt. Það má því segja að réttlætið hafi sigrað.“

Skoðanakönnun frá mars 1984

 

Hér má sjá myndir frá bjórskólanum í dag þar sem Davíð var heiðursgestur

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snilldarráðið sem sigraði heimsbyggðina – Svona „eignast“ þú 111.000 krónur „aukalega“

Snilldarráðið sem sigraði heimsbyggðina – Svona „eignast“ þú 111.000 krónur „aukalega“
Fréttir
Í gær

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir mikla óvissu um Evrópumálin hjá nýrri ríkisstjórn

Segir mikla óvissu um Evrópumálin hjá nýrri ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu