fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Kristlínu var útskúfað eftir nauðgun: „Þýðir það þá að Ísland sé uppfullt af kynóðum skrímslum?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að Kristlín Dís settist niður með fyrrverandi kærasta sínum og sakaði hann um nauðgun fór í gang atburðarás sem einkenndist af útskúfun: „Ég sat í herberginu mínu heima hjá foreldrum mínum, nýorðin 27 ára gömul, og eftir alla vinnuna sem ég hafði lagt á mig síðasta ár þá grét ég vegna þess að geranda mínum var boðið í partí og þar af leiðandi var ég ekki velkomin,“ skrifar Kristlín í áhrifaríkri grein á Stundinni þar sem hún fer yfir reynslu sína.

Kristlín ræðir um sláandi fjölda kynferðisbrota og skrifar:

Þegar fólk hugsar um einstaklinga sem nauðga hugsar það sjaldan um vini sína. Ég kannast við fleiri en einn og fleiri en tvo sem hafa verið sakaðir um nauðgun, og það gera þá eflaust fleiri. Það voru 140 nauðganir tilkynntar til lögreglu árið 2017 og líklega mun fleiri sem voru það ekki. Ég tilheyri stórum vinkvennahóp og innan hans hefur verið brotið á nær helming. Þýðir það þá að Ísland sé uppfullt af kynóðum skrímslum? Eða þýðir það að venjulegt fólk geti nauðgað?

Þá kemur upp spurningin; hvað á að gera ef að vinur þinn hefur verið sakaður um nauðgun?“

Nauðgun af gáleysi

Kristlín gerist svo djörf að tefla fram hugtakinu „nauðgun af gáleysi“ og vísar í þekkta íslenska sjónvarpsmynd, Mannasiðir, sem tók á því efni. Líkir hún hugtakinu við „manndráp af gáleysi“ en ólíkt þeim sem valda dauða annarra af gáleysi þá eigi þeir sem nauðga af gáleysi erfitt með að viðurkenna sekt sína.

Kristlín lýsir því hvernig fyrrverandi kærasti hennar hafði samræði við hana gegn vilja hennar er hún var sofandi og hvernig hún afneitaði því lengi að henni hefði verið nauðgað:

„Það sem á endanum neyddi mig til þess að horfast í augu við það sem gerðist var að byrja í heilbrigðu sambandi og horfa með hryllingi til baka og sjá hvaða hluti ég var búin að normalísera í fyrra sambandi.“

Kristlín hafði samband við fyrrverandi kærasta sinn og ræddi málið við hann. En hann brást illa við ásökunum hennar. Varð þetta til þess að hún fékk á sig slæmt orð í vinahópnum og var ekki boðið í partí sem hann var boðinn í. Hún skrifar:

„Ástæða þess að ég ákvað loksins að skrifa þetta niður er frekar vandræðaleg, ég fór að gráta vegna þess að mér var ekki boðið í partí. Ég sat í herberginu mínu heima hjá foreldrum mínum, nýorðin 27 ára gömul, og eftir alla vinnuna sem ég hafði lagt á mig síðasta ár þá grét ég vegna þess að geranda mínum var boðið í partí og þar af leiðandi var ég ekki velkomin.

Ég byrjaði á því að vorkenna sjálfri mér og hugsa hvað þetta væri ósanngjarnt, að ég sem hafði ekkert gert væri refsað vegna þess að einhver hefði brotið á mér. Síðan áttaði ég mig á því að þetta snerist auðvitað ekki um partí heldur svo miklu meira.“

Grein Kristlínar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“