fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Talinn hafa ekið út í Ölfusá: Mikill viðbúnaður á staðnum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. febrúar 2019 23:37

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur taldi sig sjá bíl ekið ofan í Ölfusá á Selfossi fyrr í kvöld. Nú stendur yfir umfangsmikil leit að ökumanninum og bílnum og er fjöldi manns á svæðinu.

Á vef Morgunblaðsins segir að vísbendingar séu um að bílnum hafi verið ekið af ásettu ráði ofan í ána. Þetta segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is en talið er að ein manneskja hafi verið í bílnum.

Þá var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún fór í loftið um 22:40 í Reykjavík og er nú komin á svæðið. Er notast við hitamyndavél sem er um borð við leitina.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar staðfestir í samtali við Vísi að allar björgunarsveitir í nágrenninu hafi verið kallaðar út.

Hvorki bíllinn eða ökumaðurinn hafa fundist en leitarmenn hafa orðið varir við brak, stuðara og þá fannst rúðuskafa sem talið er að tilheyri ökutækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Í gær

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný