fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Fjárveitingar ekki nægar fyrir frekari meðferð

Auður Ösp
Sunnudaginn 24. febrúar 2019 17:00

Sólveig Fríða Kjærnested

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Fríða Kjærnested er sviðsstjóri meðferðarsviðs Fangelsismálastofnunar. Aðspurð hvort dæmdir kynferðisbrotamenn þurfi að hafa frumkvæði að því að leita sér aðstoðar innan fangelsisins segir hún alla einstaklinga í afplánun geta óskað eftir viðtali við sálfræðing, félagsráðgjafa, meðferðarfulltrúa, hjúkrunarfræðing eða lækni.

Sólveig Fríða Kjærnested

„Það fer eftir eftir fjölda beiðna hvenær unnt sé að bjóða viðkomandi viðtal. Í ákveðnum tilfellum boða sálfræðingar einstaklinga í viðtal sem ákvarðast út frá tegund brots og lengd dóms. Félagsráðgjafar boða einstaklinga í viðtöl til sín þegar afplánun hefst eða eins fljótt og kostur er. Í því viðtali er innkomumat framkvæmt þar sem meðal annars þjónustuþörf er metin.“

Eins og staðan er í dag – hvers konar hjálp/meðferðarúrræði eru í boði fyrir kynferðisbrotamenn sem eru í afplánun? 

„Meðferð sem í boði er byggist á gagnreyndum aðferðum eins og hugrænni atferlismeðferð og hugmyndafræði „The Good Lives Model“. Í réttarvörslukerfinu er einnig meðal annars notast við RNR-módelið (Risk – Need – Responsivity). RNR metur þætti, með einstaklingsbundnum hætti, sem spá fyrir um brotahegðun. Mikilvægt er að samvinna sé við skjólstæðing.“

Afplánun á Vernd ekki í boði

Einstaklingar sem dæmdir eru fyrir kynferðisbrot eru vistaðir í öllum fangelsum, líkt og fram kemur í skriflega svari Páls Winkel fangelsismálastjóra til DV.

Páll Winkel

„Við höfum möguleika á að skilja að fangahópa og er það gert þannig að mögulegt sé að tryggja öryggi allra. Á það jafnt við um þessa einstaklinga sem aðra.“

Núna mega dæmdir kynferðisbrotamenn ekki afplána á Vernd en mega fara beint á ökklaband. Er rafrænt eftirlit þá það eina sem kemur til greina þegar þeir losna úr fangelsi? 

„Vernd hefur ekki viljað taka til vistunar einstaklinga sem brotið hafa gegn börnum og því kemur vistun þar ekki til greina. Sá þáttur aðlögunar að samfélaginu í lok afplánunar er því ekki mögulegur. Þeir eiga þess þó kost að afplána síðustu mánuðina með rafrænu eftirliti eins og aðrir enda uppfylli þeir öll skilyrði sem um það gilda.“

Er öryggi borgaranna gagnvart þessum einstaklingum tryggt eins og staðan er í dag – þegar litið er til þess að þessir einstaklingar eru líklegir til að brjóta af sér á ný? Ef ekki, hvað þarf þá að breytast? 

„Endurkomutíðni þeirra sem dæmdir eru fyrir kynferðisbrot er lág í samanburði við aðra hópa fanga. Löggjöf okkar er á þann veg að einstaklingar eru dæmdir til tímabundinnar refsingar og er það okkar verkefni að gera allt sem mögulegt er til að draga úr líkum á að fangar brjóti af sér að afplánun lokinni. Við verðum því í okkar vinnu að gera ráð fyrir að viðkomandi hljóti frelsi á einhverjum tímapunkti. Að sjálfsögðu myndum við vilja geta boðið upp á frekari meðferð fyrir alla fanga, en erum í þessum efnum eins og aðrar ríkisstofnanir bundin af fjárveitingum.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mál Mohamads ekki fyrir Hæstarétt – Taldi gæslu fimm lögreglumanna hafa hrætt dómara

Mál Mohamads ekki fyrir Hæstarétt – Taldi gæslu fimm lögreglumanna hafa hrætt dómara
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“