Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Guðmundi Gunnarssyni, bæjarstjóra, að grunur hafi vaknað um fjárdráttinn við innra eftirlit um mitt síðasta ár. Hann sagði að búið væri að bæta þolendum tjónið og nú sé það í höndum bæjarins að sækja bætur.
Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfesti við Fréttablaðið að lögreglan væri að rannsaka fjárdráttarmál sem snúi að starfsmanni velferðarsviðs bæjarins. Meint brot hafi átt sér stað á árunum 2015 til 2018. Rannsókn málsins mun vera vel á veg komin.