fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Mótmælastaða þegar Nara verður fangelsuð: Beit í sundur tungu eiginmannsins og réðst á vinkonu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 17:00

Nara Walker

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska konan Nara Walker, 29 ára gömul, hefur afplánun fangelsisrefsingar sinnar í fangelsinu á Hólmsheiði á morgun. Af því tilefni hefur stuðningshópur hennar boðað til mótmæla fyrir utan fangelsið frá kl. 16:30 á morgun. Á Facebook-síðu viðburðarins segir:

Nara Walker var dæmd í fangelsi fyrir að reyna verja sig gegn ofbeldisfullum eiginmanni.

Nú þurfum við að standa saman til að vekja athygli á óréttlætinu sem er innbyggt í refsivörslukerfið og ætlum að vera fyrir utan fangelsið á Hólmsheiði á miðvikudag kl 16:30, þegar Nara verður fangelsuð, með límband fyrir munni sem er táknrænt fyrir raddleysi kvenna í réttarkerfinu.

Gott er að vera komin tímanlega.

Stöndum saman gegn meingölluðu „réttar“kerfi.

Nara Walker var dæmd í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 skilorðsbundið, fyrir tvær líkamsárásir sama kvöldið. Sú alvarlegri var á eiginmann hennar en hún var sakfelld fyrir að hafa meðal annars bitið tungu hans í sundur. Nara hefur sakað eiginmann sinn um ofbeldi gegn sér. Nara var einnig sakfelld fyrir árás á vinkonu sína sama kvöld sem var gestkomandi á heimili hennar, tekið í hár hennar, slegið hana og klórað hana í framan. Var vinkonan með nokkra áverka eftir árásina. Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur